Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 05. janúar 2020 11:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að Leeds gæti unnið Man Utd
Ezgjan Alioski
Ezgjan Alioski
Mynd: Getty Images
Ezgjan Alioski, kantmaður Leeds, segir að Leeds gæti unnið Manchester United á þessu tímabili.

Leeds er á toppi Championship-deildarinnar, en liðið mætir Arsenal í FA-bikarnum á morgun. Arsenal vann mjög sanngjarnan sigur á United á nýársdag.

Alioski var spurður út í sigur Arsenal á Man Utd og þá sagði hann: „Auðvitað sá ég úrslitin, en Manchester United á þessu ári, við gætum unnið þá."

Man Utd er sem stendur í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, en liðið gerði markalaust jafntefli gegn Úlfunum í enska bikarnum í gær.

Leeds féll úr ensku úrvalsdeildinni fyrir 16 árum síðan og það er spurning hvort þetta sé loksins árið þar sem Leeds kemst aftur upp í deild þeirra bestu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner