Það er öllum ljóst að úkraínski vængmaðurinn Mykhaylo Mudryk vill fara til Arsenal. Hann hefur látið það skýrt í ljós á samfélagsmiðlum og nú síðast setti hann læk við samsetta mynd af sér í fangaklefa.
Aðgangurinn 'Arsenal memes' setti inn mynd sem sýndi Mudryk bak við lás og slá með úkraínska fánann og liðsmerki Shaktar sitthvorum megin við sig. Við myndina er kassamerkið #freemudryk.
Aðgangurinn 'Arsenal memes' setti inn mynd sem sýndi Mudryk bak við lás og slá með úkraínska fánann og liðsmerki Shaktar sitthvorum megin við sig. Við myndina er kassamerkið #freemudryk.
Arsenal hefur verið í viðræðum við Shaktar um kaup á leikmanninum en úkraínska félagið er enn fast á 85 milljóna punda verðmiðanum og hefur hafnað öllum tilboðum enska félagsins hingað til. Nýjasta tilboðið er sagt vera um 60 milljónir.
Það eykur flækjustigið fyrir Arsenal enn frekar að Chelsea hefur blandað sér í málið og vill fá Mudryk. Chelsea er sagt tilbúið að toppa öll tilboð sem koma frá Arsenal.
Mudryk hefur gefið sterkar vísbendingar á samfélagsmiðlum um að hann vilji fara til Arsenal, þar á meðal birti hann mynd af sér á öðrum degi jóla vera að horfa á 3-1 sigur Arsenal gegn West Ham. Á nýarsdag horfði hann svo á Arsenal vinna Brighton og birti mynd af stjórum liðanna; Mikel Arteta og sínum fyrrum stjóra hjá Shaktar, Roberto De Zerbi, og skrifaði við hana 'Tveir frábærir þjálfarar'.
Athugasemdir