Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mán 05. febrúar 2024 17:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valur hafnaði tilboði Breiðabliks í Aron Jó
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Hjörvar Hafliðason greinir frá því á X (Twitter) reikningi sínum að Breiðablik sé búið að leggja fram tilboð í Aron Jóhannsson leikmann Vals.

„Mjög áhugaverðar fréttir úr Bestu deildinni. Blikar hafa lagt fram tilboð í Aron Jóhannsson einn besta leikmann deildarinnar. Þetta er spennandi og miðað við það sem maður heyrir þá er Aron mjög opinn fyrir þvi að skipta úr Val í Breiðablik," skrifar Hjörvar í færslu sinni.

Fréttirnar koma nokkrum dögum eftir að fjallað var um að Breiðablik væri að missa einn sinn allra öflugasta mann í Gísla Eyjólfssyni til Halmstad í Svíþjóð. Bæði Gísli og Aron eru sóknarsinnaðir miðjumenn.

Fótbolti.net hafði samband við Sigurð Kristin Pálsson, meðstjórnanda í knattspyrnudeild Vals, og hann staðfesti að tilboðinu hefði verið hafnað.

Aron er 33 ára og hefur leikið með Val undanfarin tvö tímabil. Hann er fyrrum landsliðsmaður Bandaríkjanna; lék með bandaríska liðinu á HM árið 2014.

Sem atvinnumaður lék hann með AGF, AZ Alkmaar, Werder Bemen, Hammarby og Lech Poznan.

Hann er uppalinn í Fjölni en lék árið 2005 með Breiðabliki í 3. flokki.
Athugasemdir
banner
banner