Það voru nokkrir Íslendingar sem komu við sögu í leikjum víða um Evrópu í dag.
Ísak Andri Sigurgeirsson og Arnór Ingvi Traustason voru í byrjunarliði Norrköping sem gerði 3-3 jafntefli í æfingaleik við Seattle Sounders úr MLS deildinni. Jónatan Guðni Arnarsson kom inn af bekknum í jafnteflinu.
Oskar Tor Sverrisson og félagar í liði Varberg unnu þá 2-1 sigur í æfingaleik gegn Trelleborg á meðan Rosenborg og Norrköping gerðu jafntefli í æfingaleik í kvennaboltanum.
Selma Sól Magnúsdóttir er á mála hjá Rosenborg á meðan Sigdís Bárðardóttir er hjá Norrköping.
Að lokum var Sverrir Ingi Ingason á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá Panathinaikos.
Sverrir og félagar heimsóttu Olympiakos í nágrannaslag í 8-liða úrslitum gríska bikarsins og töpuðu eftir dramatískar lokamínútur.
Liðin skildu jöfn, 1-1, í fyrri leiknum á heimavelli Panathinaikos en í kvöld urðu lokatölur 1-0 fyrir Olympiakos sem vinnur sér inn farmiða í undanúrslitin.
Staðan var markalaus allt þar til í uppbótartíma. Ayoub El Kaabi klúðraði vítaspyrnu fyrir heimamenn á 92. mínútu en Christos Mouzakitis tókst að skora skömmu síðar til að tryggja sigur. Leikurinn hefði annars farið í framlengingu.
Olympiakos á annan nágrannaslag framundan þegar liðið spilar við AEK í undanúrslitunum.
Norrköping 3 - 3 Seattle Sounders
1-0 C. Nyman ('12)
1-1 P. Rothrock ('21)
2-1 C. Nyman ('26)
2-2 J. Paulo ('29)
3-2 A. Andersson ('33)
3-3 T. Sousa ('55)
Varberg 2 - 1 Trelleborg
0-1 F. Bohman ('37)
1-1 O. Edlund ('51)
2-1 I. Bjerkebo ('56)
Rosenborg 1 - 1 Norrköping
1-0 W. Leidhammar, sjálfsmark ('53)
1-1 E. Handfast ('78)
Olympiakos 1 - 0 Panathinaikos (2-1 samanlagt)
0-0 Ayoub El Kaabi ('92, misnotað víti)
1-0 Christos Mouzakitis ('94)
Athugasemdir