Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 05. mars 2021 15:30
Enski boltinn
„Algjör stífla frammi hjá Liverpool"
Mynd: Getty Images
„Þetta er þriðja versta XG sem Klopp hefur skilað af sér síðan þessar mælingar hófust, 0,32. Það segir sitt, því þeir voru samt meira með boltann. Það er algjör stífla frammi," sagði Jóhann Már Helagson í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" á Fótbolta.net í dag.

Liverpool tapaði 1-0 á heimavelli gegn Chelsea í gær. Liðið hefur núna tapað fimm deildarleikjum í röð á heimavelli og slíkt hefur aldrei áður gerst í sögu félagsins.

„Þetta er sjálfstraust vandamál sem er komið djúpt inn að beini hjá liðinu og er miklu meira en maður gat ímyndað sér."

Orri Freyr Rúnarsson sagði: „Þetta er sambland af mörgu. Þetta eru meiðsli. Þetta er skortur á sjálfstrausti, þreyta og einhver pirringur. Um leið og hann fer að færa miðjumenn niður í vörnina þá dettur allt jafnvægi úr liðinu."

Liverpool er núna í 7. sæti í ensku úrvalsdeildinni, fjórum stigum frá sæti í Meistaradeildinni.

„Mér finnst óraunverulegt að spá Liverpool ekki í topp fjóra þrátt fyrir allt. Þetta hlýtur að fara að smella hjá þeim, maður trúir ekki öðru. Ég spái þeim ennþá í topp fjóra. Þetta eru það mikil gæði í liðinu að ég held að þetta hljóti að fara að smella saman," sagði Jóhann Már.

Hér að neðan má hlusta á þátt dagsins en þar var nánar rætt um vandræði Liverpool. Það eru Frumherji, White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.
Enski boltinn - Mögnuð Meistaradeildarbarátta
Athugasemdir
banner
banner