Liverpool og Man Utd fylgjast með þróun mála hjá Vinícius - Liverpool hefur átt í viðræðum um Antoine Semenyo - Gallagher eftirsóttur
   fös 05. mars 2021 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England um helgina - Tvö efstu liðin mætast
Það verður nóg um að vera um helgina í uppáhalds deild flestra Íslendinga, ensku úrvalsdeildinni.

Það eru fjórir leikir á morgun, fjórir leikir á sunnudaginn og tveir leikir á mánudagskvöld.

Helgin byrjar klukkan 12:30 á morgun þegar Burnley heimsækir Arsenal. Jóhann Berg Guðmundsson gæti fengið einhverjar mínútur þar en hann hefur verið að glíma við meiðsli.

Sheffield United og Southampton eigast við 15:00 og klukkan 17:30 mætast Aston Villa og Wolves. Í lokaleik laugardagsins tekur Brighton á móti Leicester.

Á sunnudeginum er stærsti leikur helgarinnar þegar efstu tvö liðin mætast, Manchester City og Manchester United á Etihad-vellinum. Englandsmeistarar Liverpool eiga leik við Fulham 14:00 og að þeim leik loknum verður flautað til leiks í stórleiknum. West Brom og Newcastle eigast við í fallbaráttuslag í hádeginu á sunnudag og í lokaleik sunnudagsins mætast Tottenham og Crystal Palace.

Á mánudagskvöld tekur Chelsea á móti Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Everton. Svo mætast West Ham, liðið sem hefur komið mest á óvart á tímabilinu, og nýliðar Leeds.

Allir leikirnir eru sýndir í beinni útsendingu á Síminn Sport.

laugardagur 6. mars
12:30 Burnley - Arsenal
15:00 Sheffield Utd - Southampton
17:30 Aston Villa - Wolves
20:00 Brighton - Leicester

sunnudagur 7. mars
12:00 West Brom - Newcastle
14:00 Liverpool - Fulham
16:30 Man City - Man Utd
19:15 Tottenham - Crystal Palace

mánudagur 8. mars
18:00 Chelsea - Everton
20:00 West Ham - Leeds
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 12 9 2 1 24 6 +18 29
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 12 7 1 4 24 10 +14 22
4 Aston Villa 12 6 3 3 15 11 +4 21
5 Crystal Palace 12 5 5 2 16 9 +7 20
6 Brighton 12 5 4 3 19 16 +3 19
7 Sunderland 12 5 4 3 14 11 +3 19
8 Bournemouth 12 5 4 3 19 20 -1 19
9 Tottenham 12 5 3 4 20 14 +6 18
10 Man Utd 12 5 3 4 19 19 0 18
11 Everton 12 5 3 4 13 13 0 18
12 Liverpool 12 6 0 6 18 20 -2 18
13 Brentford 12 5 1 6 18 19 -1 16
14 Newcastle 12 4 3 5 13 15 -2 15
15 Fulham 12 4 2 6 13 16 -3 14
16 Nott. Forest 12 3 3 6 13 20 -7 12
17 West Ham 12 3 2 7 15 25 -10 11
18 Leeds 12 3 2 7 11 22 -11 11
19 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
20 Wolves 12 0 2 10 7 27 -20 2
Athugasemdir
banner
banner