Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 05. apríl 2020 23:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Roy Keane var hetja Jonny Evans í æsku
Roy Keane ásamt Ole Gunnar Solskjær.
Roy Keane ásamt Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Getty Images
Jonny Evans fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi leikmaður Leicester City var og er mikill aðdáandi Roy Keane sem lék á miðjunni hjá Manchester United á sínum tíma.

„Sem harður stuðningsmaður Manchester United þegar ég var að alast upp á Norður-Írlandi var Roy Keane alltaf hetjan mín."

„Hann var ótrúlegur leikmaður. United var með lið fullt af stjörnum og hann var leiðtogi þeirra allra, algjör nagli. Honum var alltaf ætlað að verða þessi goðsögn sem hann er, magnaður karakter, hann var minn uppáhalds leikmaður," sagði Evans um Írann.

„Allir vita að Roy var mikill leiðtogi sem hafði mikil áhrif á aðra leikmenn, hann var frábær leikmaður. Ég efast ekki um það að hann gæti spilað í hvaða liði sem er, hann gæti þess vegna spilað núna," sagði Jonny Evans um Roy Keane.

Roy Keane lék með Manchester United í 12 ár, frá 1993 til 2005, í janúar 2006 fór hann til Celtic þar sem hann lék aðeins í nokkra mánuði áður en hann lagði skóna á hilluna.
Athugasemdir
banner
banner