Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fös 05. apríl 2024 18:42
Brynjar Ingi Erluson
Draumabyrjun hjá stelpunum okkar
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland 3 - 0 Pólland
1-0 Malgorzata Mesjasz ('41 , sjálfsmark)
2-0 Diljá Ýr Zomers ('43 )
3-0 Sveindís Jane Jónsdóttir ('65 )
Lestu um leikinn

Íslenska kvennalandsliðið byrjaði undankeppni Evrópumótsins á því að vinna frábæran 3-0 sigur á Póllandi á Kópavogsvelli í kvöld.

Stelpurnar hafa verið vel gíraðir undanfarna mánuði. Í lok febrúar unnu þær Serbíu í tveggja leikja rimmu um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar og hélt gott gengi liðsins áfram í dag.

Allir leikmenn sýndu sparihliðarnar en markvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir byrjaði á að sýna listir sínar í markinu. Hún varði dauðafæri Pólverja áður en hún truflaði Ewu Pajor sem setti boltann í slá.

Pólska liðið var líklegra til að byrja með en undir lok hálfleiksins tók Ísland leikinn í sínar hendur. Malgorzata Mesjasz skoraði neyðarlegt sjálfsmark á 41. mínútu leiksins. Glódís Perla Viggósdóttir skallaði boltann niður í teiginn á Bryndísi Örnu Níelsdóttur sem átti arfaslakt skot, en það breytti engu máli því boltinn fór á Metsjasz sem skallaði boltann í eigið net.

Tveimur mínútum síðar tvöfaldaði Diljá Ýr Zomers forystuna með góðu skallamarki eftir fyrirgjöf Sveindísar Jane Jónsdóttur. Diljá hefur verið sjóðandi heit á þessu tímabili, skorað 19 mörk og lagt upp fjölda annarra marka fyrir topplið Leuven.

Staðan í hálfleik 2-0 Íslandi í vil en þær voru ekki hættar.

Þegar rúmur klukkutími var búinn af leiknum fór Ísland að sækja af miklum krafti. Þriðja markið lá í loftinu og kom það fyrir rest en það gerði Sveindís Jane.

Sveindís fékk boltann, með varnarmann í bakinu, en henni tókst að snúa hann af sér áður en hún setti boltann snyrtilega í netið. Hennar 10. landsliðsmark.

Hún var nálægt því að bæta við öðru stuttu síðar en fór illa með úrvalsfæri sem Kinga Szemik varði.

Ísland var líklegt til að bæta við frekar en Pólland að minnka muninn en voru meira en sáttar við þriggja marka sigur gegn sterku landsliði Póllands.

Liðið er nú með þrjú stig eftir fyrstu umferðina og mætir næst Þýskalandi ytra en sá leikur fer fram á þriðjudag.
Athugasemdir
banner