Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 05. maí 2021 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Young: Besta ákvörðun sem ég hef tekið
Mynd: Getty Images
Ashley Young varð um síðustu helgi fyrsti Englendingurinn til að verða Englandsmeistari og svo meistari á Ítalíu.

Hann gekk í raðir Inter Milan í janúar 2020 frá Manchester United og hefur verið í þokkalega stóru hlutverki hjá Antonio Conte, stjóra liðsins, síðan. Hann hefur komið við sögu í 23 deildarleikjum í vetur.

Hann varð Englandsmeistari árið 2013 þegar Sir Alex Ferguson var við stjórnvölinn hjá United. Tímabilið 2019/20 var Young sagt að það væri ekki hægt að lofa honum mínútum á vellinum og ákvað hann því að halda til Ítalíu.

„Stjórinn, Conte, vildi fá mig og sagði mér að ég myndi spila. Ég hlustaði á Ole og hann sagði að ég fengi takmarkaðan tíma á vellinum. Aaron Wan-Bissaka kom inn og Luke Shaw var hinu megin. Ég þurfti að taka ákvörðun, það er ekki auðvelt að fara frá félagi í janúar en þegar ég horfi til baka finnst mér ég hafa tekið rétta ákvörðun," sagði Young.

„Mig langar til að vinna og ég var með hungrið 34 ára til að vinna. Við töpuðum deildinni á einu stigi í fyrra og töpuðum úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Ég held að það hafi hvatt okkur áfram í ár og hafi á endanum landað þessum titli. Ég held að þetta sé besta ákvörðun sem ég hef tekið," sagði Young.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 32 16 7 9 57 38 +19 55
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Udinese 32 4 16 12 30 48 -18 28
18 Frosinone 33 6 10 17 40 63 -23 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 33 2 9 22 26 70 -44 15
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner