Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
   fös 05. maí 2023 16:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Allir tala um að Jökull sé heilinn á bak við þetta en öll pressan er á Gústa“
Jóhann Árni Gunnarsson og Ágúst Gylfason.
Jóhann Árni Gunnarsson og Ágúst Gylfason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jökull Elísabetarson.
Jökull Elísabetarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég held að sætið sé í það minnsta heitt hjá Gústa," segir sparkspekingurinn Albert Brynjar Ingason í Stúkunni á Stöð 2 Sport þar sem rætt var um dapra byrjun Stjörnunnar á tímabilinu.

Ágúst Gylfason og Jökull Elísabetarson stýra Stjörnuliðinu sem hefur aðeins uppskorið þrjú stig í fyrstu fimm leikjunum. Stjarnan vann HK en hefur tapað fyrir Víkingi, FH, Val og Breiðabliki.

Skrítin staða
„Ég ætla ekki að leyfa mér að hafa áhyggjur af Stjörnunni alveg strax. Það er mjög mikilvægt fyrir þá að vinna Fram í næsta leik," segir Valur Gunnarsson í Innkastinu en Stjörnuliðið hefur í fyrstu umferðunum mætt þremur bestu liðum landsins.

Ljóst er að Jökull aðstoðarþjálfari hefur mikið vægi í þjálfun Stjörnunnar en í fyrra fór af stað kjaftasögur um að hann gæti tekið við liðinu sem aðalþjálfari. Þær sögur hafa vaknað aftur.

„Mér finnst þetta svo skrítin staða. Það eru allir að tala um að Jökull sé heilinn á bak við þetta en svo er öll pressan á Gústa," segir Valur.

Blikar röltu bara framhjá þeim
Stjarnan var lent 0-2 undir gegn Breiðabliki eftir aðeins tíu mínútna leik í gær, það stóð ekki steinn yfir steini hjá heimamönnum.

„Öll návígi, Blikar röltu bara framhjá þeim og unnu alla 50/50 bolta þægilega. Stjörnumenn voru ekki nægilega kraftmiklir," segir Sæbjörn Steinke í Innkastinu en varnartilburðir Jóhanns Árna Gunnarssonar í fyrra markinu voru ekki til útflutnings.

„Jóhann Árni fer af hálfum hug í þetta, hann klárar ekki návígið 100%. Gísli gerir alveg vel en Jóhann gerir þetta þægilegt fyrir hann. Ég hef áhyggjur af byrjuninni á mótinu hjá honum, mér finnst hann ekki hafa byrjað mótið vel. Mér fannst vanta kraft á miðsvæðið hjá Stjörnunni," segir Sæbjörn sem talar um að ekki sé framþróun í úrslitum Garðabæjarliðsins gegn liðunum sem eru fyrir ofan.

Hægt er að hlusta á Innkastið í heild sinni hér fyrir neðan.
Innkastið - Ferskir vindar verða fárviðri og Lengjuspáin
Athugasemdir
banner
banner
banner