City hefur sett verðmiða á McAtee - Real til í að bíða eftir Konate og hefur áhuga á Saliba
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
   mán 05. maí 2025 22:36
Sölvi Haraldsson
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Gylfi Sig skoraði sitt fyrsta mark fyrir Víkinga í kvöld.
Gylfi Sig skoraði sitt fyrsta mark fyrir Víkinga í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður mjög vel, þetta var erfiður leikur. Við gerðum þetta erfitt fyrir okkur. Þeir skora úr innkasti sem var lélegt hjá okkur sem liði, við þurfum að athuga hvað gerðist þar. Framar gerðu okkur þetta mjög erfitt. Við duttum aðeins of mikið niður í lokin en það snerist bara um að halda þetta út og vörnin sá um það.“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Víkings, eftir 3-2 sigur á Fram í Bestu deildinni í kvöld þar sem Gylfi skoraði sitt fyrsta mark í Víkingstreyjunni.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  2 Fram

Var komið stress í uppbótartímanum þegar þeir voru að kýla boltanum inn á teiginn?

„Það getur allt gerst. Þeir eru með stóra og sterka menn inn í, þetta var mikið klafs. Þeir næstum því skölluðu hann þarna inn á fjær, það er stutt á milli í þessu.“

Hvernig leið þér þegar þú sást boltann í netinu eftir að hafa leikið á varnarmanninn og klárað?

„Mér leið mjög vel því þetta var 50/50 leikur á þessum tíma. Mjög gott að komast í 3-1. Ég ætlaði að skjóta, þetta var ekki þröngt færi en mér fannst varnarmaðurinn blokka skotleiðina hjá mér þannig ég varð að taka touch. Svo var ég bara rólegur og yfirvegaður og lagði hann í hornið.“

Fannst Gylfa þetta vera hans besti leikur í Víkingstreyjunni?

„Já mér finnst það. Ég var mikið í boltanum sérstaklega fyrstu 20-30 mínúturnar. Við spiluðum rosalega vel og vorum yfir 2-0 sem var mjög vel skilið hjá okkur. Ég var meira í boltanum og í meira frjálsu hlutverki í dag sem hentar mér kannski aðeins betur.“

Hvaða skilaboð fékk Gylfi frá Sölva fyrir leikinn í kvöld?

„Ég fékk engin sérstök skilaboð, bara að halda áfram. Hann breytti aðeins mínu hlutverki, aðeins frjálsari fram á við. En ég spilaði mjög svipað varnarlega. Ég fékk aðeins meira frjálsræði í dag sóknarlega þannig ég gat fundið meira svæði hliðin á miðjumönnunum sem mér fannst ganga vel, við spiluðum mjög vel.“

Viðtalið við Gylfa má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir