Man Utd reynir við Mbeumo - Arsenal og City hafa áhuga á Rodrygo - Real Madrid horfir til leikmanna í ensku deildinni
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
Viktor Jóns: Alltaf spurningin um að ná þessu fyrsta marki inn
„Ég hlakka til að sjá hverjir eru tilbúnir að hlaupa úr sér lungun og berjast fyrir KA."
Jón Þór: Erum 'on the road again'
Láki: Vorum alltof lengi í gang og vorum linir
Davíð Smári: Erum að koma nánast frá Grænlandi
Aldís Guðlaugs: Liðsandinn gæti ekki verið betri
   mán 05. maí 2025 22:36
Sölvi Haraldsson
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Gylfi Sig skoraði sitt fyrsta mark fyrir Víkinga í kvöld.
Gylfi Sig skoraði sitt fyrsta mark fyrir Víkinga í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður mjög vel, þetta var erfiður leikur. Við gerðum þetta erfitt fyrir okkur. Þeir skora úr innkasti sem var lélegt hjá okkur sem liði, við þurfum að athuga hvað gerðist þar. Framar gerðu okkur þetta mjög erfitt. Við duttum aðeins of mikið niður í lokin en það snerist bara um að halda þetta út og vörnin sá um það.“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Víkings, eftir 3-2 sigur á Fram í Bestu deildinni í kvöld þar sem Gylfi skoraði sitt fyrsta mark í Víkingstreyjunni.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  2 Fram

Var komið stress í uppbótartímanum þegar þeir voru að kýla boltanum inn á teiginn?

„Það getur allt gerst. Þeir eru með stóra og sterka menn inn í, þetta var mikið klafs. Þeir næstum því skölluðu hann þarna inn á fjær, það er stutt á milli í þessu.“

Hvernig leið þér þegar þú sást boltann í netinu eftir að hafa leikið á varnarmanninn og klárað?

„Mér leið mjög vel því þetta var 50/50 leikur á þessum tíma. Mjög gott að komast í 3-1. Ég ætlaði að skjóta, þetta var ekki þröngt færi en mér fannst varnarmaðurinn blokka skotleiðina hjá mér þannig ég varð að taka touch. Svo var ég bara rólegur og yfirvegaður og lagði hann í hornið.“

Fannst Gylfa þetta vera hans besti leikur í Víkingstreyjunni?

„Já mér finnst það. Ég var mikið í boltanum sérstaklega fyrstu 20-30 mínúturnar. Við spiluðum rosalega vel og vorum yfir 2-0 sem var mjög vel skilið hjá okkur. Ég var meira í boltanum og í meira frjálsu hlutverki í dag sem hentar mér kannski aðeins betur.“

Hvaða skilaboð fékk Gylfi frá Sölva fyrir leikinn í kvöld?

„Ég fékk engin sérstök skilaboð, bara að halda áfram. Hann breytti aðeins mínu hlutverki, aðeins frjálsari fram á við. En ég spilaði mjög svipað varnarlega. Ég fékk aðeins meira frjálsræði í dag sóknarlega þannig ég gat fundið meira svæði hliðin á miðjumönnunum sem mér fannst ganga vel, við spiluðum mjög vel.“

Viðtalið við Gylfa má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner