Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fim 29. ágúst 2024 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Viljum búa til umhverfi þar sem við getum haldið efnilegum leikmönnum aðeins lengur"
Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikil reynsla í liði Breiðabliks.
Mikil reynsla í liði Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Þá þurfa auðvitað að vera leikmenn sem eru yngri en 23 ára að vera inni á vellinum'
'Þá þurfa auðvitað að vera leikmenn sem eru yngri en 23 ára að vera inni á vellinum'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Af hverju ættirðu að skipta honum út?'
'Af hverju ættirðu að skipta honum út?'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Gauti Jónsson (2002) spilar reglulega hjá Breiðabliki en annars eru fáir ungir að spila. Ísak Snær er árinu eldri en hann er samningsbundinn Rosenborg. Dagur Örn Fjeldsted (2005) var lánaður til HK þar sem hann fékk ekki að spila nóg með Blikum og Tumi Fannar Gunnarsson (2005) hefur ekki spilað mikið.
Arnór Gauti Jónsson (2002) spilar reglulega hjá Breiðabliki en annars eru fáir ungir að spila. Ísak Snær er árinu eldri en hann er samningsbundinn Rosenborg. Dagur Örn Fjeldsted (2005) var lánaður til HK þar sem hann fékk ekki að spila nóg með Blikum og Tumi Fannar Gunnarsson (2005) hefur ekki spilað mikið.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Nei, það var í raun ekkert vesen. Ég talaði við menn hjá Eupen og sagði að mér stæði til boða ráðgjafahlutverk hjá Breiðabliki. Þetta passar bara vel saman, minn grundvöllur fyrir þessu er sá að ég er að fara spila áfram og ekkert víst hvenær ég mun hætta. Þrátt fyrir það vildi Breiðablik fá mig inn og ég reyni að gera eins mikið og ég get gert héðan frá Belgíu," segir Alfreð Finnbogason sem í þessum mánuði var tilkynntur sem nýr starfsmaður fótboltadeildar Breiðabliks.

Alfreð starfar sem ráðgjafi Breiðabliks með fram því að spila áfram með belgíska liðinu Eupen.

„Ég er að styðja við þá í að byggja upp ákveðna stefnu og fylgja henni eftir. Þetta eru hlutir sem ég hef mjög gaman af og hef mikið verið að spá í, hef alltaf spáð mikið í svona hlutum í þeim klúbbum sem ég hef verið hjá. Ég er ennþá að koma mér inn í alla hluti, átta mig á hvernig þetta starf er. Ég er til staðar sem ráðgjafi og er spenntur fyrir því að gera það með fótboltanum. Maður hefur alveg tíma utan fótboltans og það er bara gaman."

Alfreð, sem er uppalinn hjá Breiðabliki, talar um stefnu. Hann nefndi í viðtali við 433.is í byrjun mánaðar að hann vildi sjá Breiðablik fara í gömlu góðu gildin; sjá yngri leikmenn spila og selja þá svo út fyrir landsteinana.

Lið Breiðabliks er mjög reynslumikið, margir í kringum þrítugt og einhverjir eldri. Eini leikmaðurinn sem spilar reglulega og er á U21 aldri er Arnór Gauti Jónsson. Á móti er liðið á toppi Bestu deildarinnar, í titilbaráttunni. Hvort er mikilvægara að spila á ungum leikmönnum eða berjast um titilinn?

„Í draumaheimi viltu vera að spila á ungum leikmönnum, vera að bæta þá, selja þá út, en á sama tíma vera ná árangri. Breiðablik er mjög sérstakt að því leyti að toppleikmenn í yngri flokkum eru oftast seldir þegar þeir eru 16-19 ára, og ná oft ekki upp í meistaraflokk. Það gerir það þá oft á tíðum erfiðara að ná leikmönnum upp í meistaraflokk og ná að njóta góðs af þeim þar áður en þeir eru seldir."

„Það er ekki eins og það sé verið að vinna eitthvað slæmt starf hjá Breiðabliki. Það er verið að selja 3-4 leikmenn út á hverju ári. Gögnin og tölfræðin tala fyrir sig, en á sama tíma er liðið sem er að spila orðið gamalt. Án þess að maður eigi bara að vera fókusa á meðalaldurinn, þá þarf kannski aðeins að stilla jafnvægið af þar."

„Á sama tíma snýst fótbolti um að ná árangri og ef það eru leikmenn inn á vellinum sem eru eldri en þrítugir, 34 ára eins og Damir til dæmis, af hverju ættirðu að skipta honum út? Það er engin ástæða til þess, hann er að standa sig frábærlega og spilar allar mínútur."

„Breiðablik vill auðvitað vera með ungt lið og yngri leikmenn inn á vellinum. Þeir leikmenn þyrftu þá að vera til staðar og nýta tækifærin sem þeir fá inn á vellinum þegar þeir fá þau.

„Það er kannski ef horft er í síðustu 1-2 ár þar sem það þarf kannski bara að finna aðeins jafnvægið. Ef fókusinn er bara á að verða Íslandsmeistari og komast í Sambandsdeildina, þá þarftu að stilla liðinu þannig upp og þá er allt í lagi að vera með eldra lið. En ef þú vilt vera að selja leikmenn, sem gerir reksturinn auðveldari og mögulegri fyrir framtíðina, þá þurfa auðvitað að vera leikmenn sem eru yngri en 23 ára að vera inni á vellinum."


Eruð þið hjá Breiðabliki að hugsa þetta þannig upp á næsta ár að vilja lækka meðalaldurinn um einhvern ákveðinn fjölda ára?

„Þetta eru hlutir sem við förum í á næstu vikum og mánuðum í að móta. Ég held að það sé rosalega erfitt að vera festa sig við einhvern meðalaldur. Það hefur lítið upp á sig að vera með meðalaldurinn 20 ár og vera í botnbaráttu. Það þarf sameina það með markmiðum klúbbsins og hver stefnan er. Við viljum ná árangri og vera í topp 3-4, vera í Evrópu. Eins og alls staðar er þetta þannig að besti leikmaðurinn spilar. Ef hann er 22 ára eða 32 ára, það skiptir í raun ekki máli."

„Í grunninn viljum við búa til umhverfi þar sem við getum haldið efnilegum leikmönnum aðeins lengur. Í stað þess að þeir fari sem dæmi í neðri deildir á Ítalíu þar sem leiðin er rosalega löng upp í stóra sviðið, þá viljum við geta sett upp þannig umhverfi að leikmenn séu lengur hjá Breiðabliki, leikmenn sjái hag í því og spila með meistaraflokki áður en þeir fara út. Það væri gott að sú leið væri oftar farin. Það þarf margt að koma saman svo það gangi upp,"
segir Alfreð.
Athugasemdir
banner