Feðgarnir Gísli Eyland Sveinsson og Jón Gísli Eyland Gíslason spiluðu saman í 4-0 sigri liðsins á KFR í 3. deildinni í dag.
Jón Gísli er fæddur árið 2002 en hann varð 14 ára fyrr á þessu ári. Hann er því ennþá á eldra ári í 4. flokki!
Jón Gísli er yngsti leikmaðurinn í sögu Tindastóls en hann bætti met landsliðsmannsins Rúnars Más Sigurjónssonar sem var áður yngsti leikmaður félagsins.
Jón Gísli er fæddur árið 2002 en hann varð 14 ára fyrr á þessu ári. Hann er því ennþá á eldra ári í 4. flokki!
Jón Gísli er yngsti leikmaðurinn í sögu Tindastóls en hann bætti met landsliðsmannsins Rúnars Más Sigurjónssonar sem var áður yngsti leikmaður félagsins.
Gísli er 42 ára gamall markvörður en hann á yfir 200 deildarleiki að baki með Tindastóli. Hann hefur einnig skorað sautján mörk í meistaraflokki eftir að hafa verið vítaskytta hjá Stólunum í mörg ár.
Gísli lagði hanskana á hilluna árið 2014 en hann reif þá fram í dag og stóð á milli stanganna hjá Tindastóli í fjarveru Brentton Muhammad.
Brenton er í landsliðsverkefni með Antigua and Barbuda en liðið spilaði við Puerto Rico í gær.
Athugasemdir