Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 05. júní 2020 19:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kolbeinn kemur ótrúlega vel gíraður inn í tímabilið
Kolbeinn er jafn Eiði Smára Guðjohnsen yfir markahæstu leikmenn landsliðsins frá upphafi.
Kolbeinn er jafn Eiði Smára Guðjohnsen yfir markahæstu leikmenn landsliðsins frá upphafi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænska úrvalsdeildin hefst þann 14. júní næstkomandi og er Kolbeinn Sigþórsson klár í slaginn með AIK.

Eins og íslenskir fótboltaáhugamenn vita þá hefur Kolbeinn verið mjög óheppinn með meiðsli á sínum ferli. Hann hefur verið að glíma við meiðsli og veikindi í vetur, en er klár í slaginn fyrir byrjun sænsku úrvalsdeildarinnar.

Henrik Jurelius, sem er yfirmaður knattspyrnumála hjá AIK, segir í samtali við fotbolldirekt: „Kolbeinn er að æfa á fullu og er ótrúlega vel gíraður í tímabilið."

Kolbeinn, sem er þrítugur að aldri, er að fara inn í sitt annað tímabil með AIK, en á síðasta tímabili skoraði hann fjögur mörk í 24 keppnisleikjum. Kolbeinn á 57 A-landsleiki að baki fyrir Ísland og er hann búinn að skora 26 mörk í þeim leikjum. Hann er jafn Eiði Smára Guðjohnsen yfir markahæstu leikmenn í sögu landsliðsins.

AIK sækir Örebro heim í fyrstu umferð deildarinnar.

Sjá einnig:
Telur að Kolbeinn geti orðið bestur í Svíþjóð
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner