Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
Útvarpsþátturinn - Flottir Evrópu-Blikar og Herra Víkingur
Leiðin á Laugardalsvöll - Hitað upp með þjálfurunum
Innkastið - Nýr Maggiball og mestu skemmtikraftar Bestu
Ástríðan 22. umferð - Lokaumferðin gerð upp
Enski boltinn - Farið að hitna undir Ten Hag?
Heimavöllurinn: Takk Sif, Blikar snúa aftur og erfitt í eyjum
Innkastið - Markakóngurinn og bikarar á loft
Ungstirnin - Næsti Mitoma og yngstur á HM
Útvarpsþátturinn - Leitin að varnarmönnum og goðsögn kvödd
Óskar Hrafn: Sá möguleiki rennur endanlega úr sögunni á sunnudag
Heimavöllurinn: Þrír í röð hjá Val, rán í Krikanum og biluð botnbarátta
Eggert Aron - Ákvörðunin
Ástríðan 21. umferð - Blóðug barátta á mörgum vígstöðum
Heimavöllurinn: Uppgjör á Lengjudeildinni 2023
Innkastið - Sætur sigur sem nærir sálina
Ungstirnin - Lærlingur Messi og treystum Heimi
Tiltalið: Danijel Dejan Djuric
Innkastið - Mikið í húfi fyrir lokaumferð Lengjudeildarinnar
Útvarpsþátturinn - Vaknað eftir martröð í Lúx og Víkingalaust úrvalslið
Heimavöllurinn: Sigurreifar í Meistaradeild á meðan Selfyssingum svíður
banner
   mán 05. júní 2023 12:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leið næstum yfir Freysa - „Ótrúlega stoltur að hafa staðið með sjálfum mér"
Mynd: Getty Images
Lyngby hélt sér uppi í Superliga á laugardaginn með því að fá stig gegn Horsens í lokaumferðinni. Stigið dugði þar sem Álaborg tapaði gegn Silkeborg. Niðurstaðan varð sú að Lyngby og Horsens enduðu með jafnmörg stig en Lyngby var með betri markatölu. Álaborg var svo með stigi minna.

Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby og þeir Alfreð Finnbogason, Kolbeinn Birgir Finnsson og Sævar Atli Magnússon eru leikmenn liðsins. Lyngby var í neðsta sæti deildarinnar frá því í ágúst og þar til Silkeborg komst yfir gegn Álaborg á laugardag.

Á tímapunkti var Lyngby sextán stigum frá öruggu sæti en þjálfaranum og liðinu tókst kraftaverkið og Lyngby verður áfram í deild þeirra bestu í Danmörku.

Sæbjörn Steinke ræddi við Frey í dag og fór yfir lokaflautið, afrekið, Silkeborg, trúna, íslensku leikmennina, þjálfarastarfið og álagið sem því fylgir og ýmislegt fleira.

Viðtalið má nálgast í spilaranum að ofan, á öllum hlaðvarpsveitum og á Spotify.

Sjá einnig:
Silkeborg sendi Lyngby af stað - „Ógeðslega vel gert hjá Freysa og liðinu"
Athugasemdir
banner