Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Turnar segja sögur: Gullmörk, bikarævintýri og fallslagur í Noregi!
Útvarpsþátturinn - Fjör í Mosó og markaðurinn kominn í gang
EMvarpið - Grautfúlt að byrja mótið með þessum hætti
Leiðin úr Lengjunni - Njarðvíkingar brjóta blað og Árbæingar að vakna?
Grasrótin - 10. umferð, Mosóbrósar jarðtengdir af mögnuðum Magnamönnum
EMvarpið - Fylgdarmaður, fallegur bær og fyrsti leikur
Tímabilið nánast hálfnað í neðri deildunum!
Innkastið - Mótlæti og mætir ekki í viðtöl
Útvarpsþátturinn - Besta deildin, TG9 og EM
Tveggja barna móðirin sem leikur á sínu fjórða stórmóti fyrir Ísland
Diljá og Karólína: Úr Krikanum á Evrópumótið með Íslandi
Turnar segja sögur: Ísland og Júgóslavía
Grasrótin - 9. umferð, línurnar farnar að skýrast í neðri deildum
Leiðin úr Lengjunni - Fjölnismenn sóttu langþráðan sigur
Innkastið - Stuðningsmenn KR bauluðu á Hlíðarenda
Uppbótartíminn - Núna fer hausinn á EM
Tveggja Turna Tal - Ásmundur Guðni Haraldsson
Þjálfarar sem vita nákvæmlega hvað Ástríðan snýst um!
Útvarpsþátturinn - Þjálfaraskiptin á Skaganum
Turnar Segja Sögur - Kamerún 1990
   mán 05. júní 2023 12:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leið næstum yfir Freysa - „Ótrúlega stoltur að hafa staðið með sjálfum mér"
Lyngby hélt sér uppi í Superliga á laugardaginn með því að fá stig gegn Horsens í lokaumferðinni. Stigið dugði þar sem Álaborg tapaði gegn Silkeborg. Niðurstaðan varð sú að Lyngby og Horsens enduðu með jafnmörg stig en Lyngby var með betri markatölu. Álaborg var svo með stigi minna.

Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby og þeir Alfreð Finnbogason, Kolbeinn Birgir Finnsson og Sævar Atli Magnússon eru leikmenn liðsins. Lyngby var í neðsta sæti deildarinnar frá því í ágúst og þar til Silkeborg komst yfir gegn Álaborg á laugardag.

Á tímapunkti var Lyngby sextán stigum frá öruggu sæti en þjálfaranum og liðinu tókst kraftaverkið og Lyngby verður áfram í deild þeirra bestu í Danmörku.

Sæbjörn Steinke ræddi við Frey í dag og fór yfir lokaflautið, afrekið, Silkeborg, trúna, íslensku leikmennina, þjálfarastarfið og álagið sem því fylgir og ýmislegt fleira.

Viðtalið má nálgast í spilaranum að ofan, á öllum hlaðvarpsveitum og á Spotify.

Sjá einnig:
Silkeborg sendi Lyngby af stað - „Ógeðslega vel gert hjá Freysa og liðinu"
Athugasemdir
banner
banner
banner