Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   sun 05. júlí 2020 19:12
Ester Ósk Árnadóttir
Óskar Hrafn: Vítið sem við fengum á okkur algjört kjaftæði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst við hafa yfirhöndina mest allan tímann og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Mér fannst við vera töluvert sterkari aðilinn. Við sköpuðum mikið af færum," sagði Óskar Hrafn þjálfari Breiðabliks eftir 2-2 jafntefli á móti KA á Akureyri.

Lestu um leikinn: KA 2 -  2 Breiðablik

„Við spiluðum vel og létum ekki ömulega undirlagið á þessum velli taka stjórnina. Ég er ofboðslega stoltur af mínum mönnum að hafa náð að spila eins og við spiluðum í þessum leik."

Óskar var spurður út í ástands Greifavöllsins og hvort þetta væri boðlegt fyrir efstu deild.

„Þú veist svarið við því. Þú mátt bara skrifa það sem þú skrifar en þú veist svarið."

Breiðablik voru síógnandi í leiknum og áttu líklega að vera búnir að skora fleiri.

„Við vorum að búa til fullt af færum og höfðum auðvitað á að nýta eitthvað af þeim. En eftir stendur að við komum á einn erfiðasta útivöll landsins og stjórnum leiknum nánast frá upphafi. Gleymum því ekki líka að það eru 12 dagar síðan KA spilaði síðast leik og við höfum spilað tvo leiki í millitíðinni. Þeir komu úthvíldir en samt eru þeir að fá krampa í lok leiksins."

Tveir vítadómar litu dagsins ljós í uppbótatíma. Eitt á hvort lið.

„Kalt mat strax eftir leik þá er vítið sem við fengum á okkur algjört kjaftæði en vítið sem við fengum hárétt. Ég er ekki búinn að sjá þetta en mér er sagt þetta. Mér fannst dómgæslan ekki góð í dag, ekki frekar en í leikjunum í gær og það er ákveðið áhyggjuefni hvað dómarar eru hægir upp úr Covid fríinu."

Breiðablik mætir FH í næstu umferð.

„Þetta eru 22 próf. Það er ekkert auðveldara að mæta FH á heimavelli heldur en KA á útivelli. FH er með fínt lið. Þeir eru líka búnir að fá langan tíma til að hvíla sig þannig við mætum þeim úthvíldum."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner