Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
   þri 05. júlí 2022 22:23
Kjartan Leifur Sigurðsson
Guðmann Þórisson: Við vorum hörmulegir
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum mjög lélegir. Ég veit ekki hvort að þeir voru svona góðir en við vorum allavega hörmulegir og menn þurfa bara að fara í mjög mikla sjálfsskoðun eftir svona leik." Segir Guðmann Þórisson fyrirliði Kórdrengja eftir 2-1 tap sinna manna gegn Aftureldingu í kvöld.

Lestu um leikinn: Afturelding 2 -  1 Kórdrengir

Þessi sömu lið mættust líka í bikarnum fyrir stuttu og unnu Kórdrengir þar eftir framlengingu. Báðir leikirnir voru hörkuleikir.

„Við vorum inni í þessum leik þrátt fyrir að við vorum mjög lélegir. Þeir voru ekki að skapa neitt og svo missum við mann útaf og þá er þetta helvíti erfitt vegna þess að þeir halda vel í boltann og gerðu þetta mjög vel og héldu í boltann og biðu. Fyrir rauða spjaldið var þetta jafn leikur sem gat dottið báðum meginn."

Kórdrengir sitja nú í 9. sæti deildarinnar sem er töluvert neðar en þeir vonuðust eftir fyrir upphaf tímabilsins. Guðmann var spurður hvort hann liti á tímabilið sem vonbrigði.

„Stigasöfnununin er vonbrigði. Persónulega hefur mér fundist við mjög góðir í þessum leikjum sem við hefðum átt að fá stig út úr fyrir utan á mót HK og í dag. Við erum heppnir að það eru engin tvö lið sem eru að vinna alla leiki og eru langt á undan okkur. Stigasöfnunin hefur verið vonbrigði en frammistaðan fín"

Næsti leikur Kórdrengja er gegn Þrótti Vogum sem eru langneðstir í deildinni. Guðmann lítur þó ekki að það sem léttan leik

„Í þessum efstu deildum eru engir léttir leikir og sérstaklega ef við mætum svona í leikina og þá skiptir engu máli hvort að liðið sé í síðasta sæti. Ég myndi ekki segja að það sé gott að fá Þrótt Vogum næst.

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner