Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   þri 05. júlí 2022 22:23
Kjartan Leifur Sigurðsson
Guðmann Þórisson: Við vorum hörmulegir
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum mjög lélegir. Ég veit ekki hvort að þeir voru svona góðir en við vorum allavega hörmulegir og menn þurfa bara að fara í mjög mikla sjálfsskoðun eftir svona leik." Segir Guðmann Þórisson fyrirliði Kórdrengja eftir 2-1 tap sinna manna gegn Aftureldingu í kvöld.

Lestu um leikinn: Afturelding 2 -  1 Kórdrengir

Þessi sömu lið mættust líka í bikarnum fyrir stuttu og unnu Kórdrengir þar eftir framlengingu. Báðir leikirnir voru hörkuleikir.

„Við vorum inni í þessum leik þrátt fyrir að við vorum mjög lélegir. Þeir voru ekki að skapa neitt og svo missum við mann útaf og þá er þetta helvíti erfitt vegna þess að þeir halda vel í boltann og gerðu þetta mjög vel og héldu í boltann og biðu. Fyrir rauða spjaldið var þetta jafn leikur sem gat dottið báðum meginn."

Kórdrengir sitja nú í 9. sæti deildarinnar sem er töluvert neðar en þeir vonuðust eftir fyrir upphaf tímabilsins. Guðmann var spurður hvort hann liti á tímabilið sem vonbrigði.

„Stigasöfnununin er vonbrigði. Persónulega hefur mér fundist við mjög góðir í þessum leikjum sem við hefðum átt að fá stig út úr fyrir utan á mót HK og í dag. Við erum heppnir að það eru engin tvö lið sem eru að vinna alla leiki og eru langt á undan okkur. Stigasöfnunin hefur verið vonbrigði en frammistaðan fín"

Næsti leikur Kórdrengja er gegn Þrótti Vogum sem eru langneðstir í deildinni. Guðmann lítur þó ekki að það sem léttan leik

„Í þessum efstu deildum eru engir léttir leikir og sérstaklega ef við mætum svona í leikina og þá skiptir engu máli hvort að liðið sé í síðasta sæti. Ég myndi ekki segja að það sé gott að fá Þrótt Vogum næst.

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner