Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   mán 05. ágúst 2024 22:35
Haraldur Örn Haraldsson
Sveinn Gísli: Gaman að fá loksins að spila eitthvað
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Sveinn Gísli Þorkelsson leikmaður Víkings kom inn af bekknum í dag gegn FH og lagði upp 2 mörk í 3-2 sigri. Hann hefur lítið komið við sögu fyrir Víkinga á tímabilinu en hann var ánægður með sigurinn í kvöld og að fá að spila.


Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Víkingur R.

„Þetta var bara ógeðslega gaman og gaman að fá að loksins spila eitthvað."

Staðan var orðin 2-1 fyrir FH eftir aðeins 11 mínútur af leiknum. Sveinn þurfti að sætta sig við þarna í byrjun að sitja á bekknum og horfa á.

„Þetta var skemmtilegur leikur til að byrja með. Það var kannski smá þreyta í mönnum eða eitthvað svoleiðis, en þegar þeir kveikja á sér þá er þetta bara sí svona sko."

Það tók Svein ekki langan tíma að hafa áhrif á leikinn, en hann lagði upp 2-2 markið með sinni fyrstu snertingu í leiknum.

„Þetta var með þeim fyrstu allavega. Eins og ég segi, ég er ekki búinn að spila mikið, og það er ógeðslega gaman að koma inn, sérstaklega að skipta máli þegar ég kem inn."

Sveinn Gísli hefur mikið verðir orðaður á lán í hin og þessi félög í Bestu deildinni. Hann hefur ekki fengið að spila mikið hjá Víking og því mögulegt að hann fari í glugganum.

„Ég er ekki búinn að taka neinar ákvarðanir og við sjáum bara til hvað gerist á næstu dögum þangað til að gluggin lokar." Næsta verkefni hjá Víking er Evrópuleikur á fimmtudaginn og það er óvíst hvort Sveinn fari með. „Ég þori ekki að segja neitt, en jú það gæti verið."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner