Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 05. september 2019 09:16
Magnús Már Einarsson
Þrír frá Man Utd á óskalista Juventus
Powerade
David De Gea er á óskalista Juventus.
David De Gea er á óskalista Juventus.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakki dagsins er lentur. Njótið vel!



Barcelona hefði getað keypt Lucas Moura (27) frá Tottenham í sumar en félagið var ekki tilbúið að borga 45 milljónir punda eins og enska félagið vildi. (Mundo Deportivo)

Juventus ætlar að reyna að selja Mario Mandzukic (33) og Emre Can (25) í janúar. (Goal)

West Ham ætlar að reyna að fá Mandzukic. (Mirror)

Bayern Munchen ætlar að gera aðra tilraun til að fá Leroy Sane (23) frá Manchester City í janúar. (Sun)

Atletico Madrid hefur áhuga á Christian Eriksen (27) miðjumanni Tottenham og ætlar að leggja fram hátt tilboð í hann í janúar. (AS)

Juventus hefur áhuga á David De Gea (28), Eric Bailly (25) og Nemanja Matic (31) leikmönnum Manchester United en ítölsku meistararnir gætu reynt að krækja í þá næsta sumar. (Daily Mirror)

Dejan Lovren (30) varnarmaður Liverpool segist hafa íhugað að ganga í raðir AC Milan og Roma í sumar. (Liverpool Echo)

Neymar (27) grét þegar hann fékk þær fréttir að hann fengi ekki að fara aftur til Barcelona frá PSG. (Esporte)

Luis Saurez (32), framherji Barcelona, segir að Neymar hafi get allt til að reyna að losna frá PSG. (Fox sports)

Declan Rice (20), miðjumaður West Ham, segir að það hafi ekki verið réttur tímapunktur að fara frá félaginu í sumar en hann var orðaður við Manchester United. (Mail)

Callum Hudson-Odoi (18) er tilbúinn að skrifa undir nýjan samning hjá Chelsea. (Football.London)

Bruno Fernandes (24) er að gera nýjan samning hjá Sporting Lisabon en hann hefur verið orðaður við Manchester United, Tottenham, Real Madrid og fleiri félög. (Record)

Aston Villa bauð níu milljónir punda í danska framherjann Pione Sisto (24) hjá Celta Vigo en án árangurs. (Faro de Vigo)

Real Sociedad og Athletic Bilbao ætla að berjast um Cesar Azpilicueta (30) varnarmann Chelsea ef hann fer frá enska félaginu. (Express)

Marco Reus (30), leikmaður Dortmund, segist tilbúinn að ganga langt til að hjálpa félaginu að klófesta miðjumanninn Kai Havertz (20) frá Bayer Leverkusen. (Sport1)

Bróðir Paul Pogba segir að leikmaðurinn muni einbeita sér að Manchester United fyrst ekkert varð af félagaskiptum í sumar. (Metro)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner