Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 05. september 2022 17:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Utrecht
Dagný náði merkum áfanga - „Frábært að spila með henni"
Icelandair
Dagný Brynjarsdóttir.
Dagný Brynjarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagný Brynjarsdóttir gerði tvö mörk þegar Ísland vann 6-0 sigur gegn Hvíta-Rússlandi síðasta föstudagskvöld.

Dagný er þar með orðin næst markahæst í sögu íslenska landsliðsins með 37 mörk - eins og Hólmfríður Magnúsdóttir.

Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir hefur lengi spilað með Dagnýju í landsliðinu, en undirritaður spurði Söru út í kollega sinn á miðjunni á fréttamannafundi í dag.

„Eftir öll þessi ár? Dagný er sérstök og skemmtileg týpa. Hún er frábær leikmaður og frábært að spila með henni," sagði Sara.

„Það er mikil reynsla í henni og yfirvegun. Hún hefur verið að spila djúp á miðjunni og er búin að leysa þá stöðu ótrúlega vel, búin að spila hana vel. Hún er frábær leikmaður, gott að spila með henni og mjög góður liðsfélagi."

Dagný og Sara koma báðar til með að byrja á morgun þegar íslenska liðið spilar einn sinn mikilvægasta leik í sögunni. Ísland mætir Hollandi í hreinum úrslitaleik um beint sæti á HM sem fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner