Garth Crooks, sérfræðingur BBC, er búinn að velja úrvalslið vikunnar í ensku úrvalsdeildinni. Hann stillir upp í leikkerfið 3-4-3.
Markvörður: Jordan Pickford (Everton) - Það fór fram hörkuleikur í Liverpoolborg og Pickford varði í þrígang stórkostlega frá Roberto Firmino en Crooks var hrifnastur af vörslunni frá Darwin Nunez. Pickford er að spila vel út og átti frábæran dag gegn Liverpool. Ef hann heldur uppi sama formi þá munu bæði Everton og enska landsliðið græða miið á því. Er samt ekki alltaf stutt í mistök hjá Pickford, sérstaklega þegar hann er að spila vel?
Varnarmaður: Conor Coady (Everton) - Hefur náð að aðlagast hlutunum á nýjuim stað hratt. Pínu skrítið að Wolves hafi látið hann fara. Hann hefur komið vel inn í vörnina hjá Coady og er byrjaður að stjórna eins og hann gerði hjá Úlfunum.
Varnarmaður: Joe Gomez (Liverpool) - Jákvætt að sjá hann spila eftir erfið meiðsli og hann er finna sitt besta form. Hann var yfirvegaður í nágrannaslagnum. Van Dijk er ekki upp á sitt besta og Klopp þarf að hafa einhvern sem hann getur treyst við hlið Hollendingsins.
Varnarmaður: Ben Chilwell (Chelsea) - Frábær innkoma gegn West Ham, leikbreytir. Jafnaði leikinn og lagði svo upp sigurmarkið gegn Kai Havertz. Chelsea heppið að vinna leikinn.
Miðjumaður: Philip Billing (Bournemouth) - Frábært mark gegn Forest. Bournemouth tapaði 9-0 gegn Liverpool fyrir tveimur leikjum og það kostaði stjórann starfið. Frammistaðan gegn Úlfunum í miðri viku og öflugur sigur liðsins gegn Forest virðist sýna að það sé eitthvað í liðið spunnið sem Scott Parker náði ekki að draga fram.
Miðjumaður: Christian Eriksen (Man Utd) - Það var aukin árásargirni sýnileg í liði United og liðið er að sýna allt aðrar frammistöður heldur en í fyrstu tveimur leikjunum. Eriksen var sá leikmaður sem sýndi hvað mestu gæðin gegn Arsenal.
Miðjumaður: Alexis Mac Allister (Brighton) - Brighton hefur ekki spilað svona síðan á níunda áratug síðustu aldar. Frammistaðan gegn Leicester var mjög öflug. Það eru engar stjörnur í Brighton en liðið virkar mjög vel sem heild. Aukaspyrnan frá Mac Allister var stórkostleg og fullkomnaði hún frábæra frammistöðu frá honum heilt yfir.
Sóknarmaður: Marcus Rashford (Man Utd) - Virðist hafa unnið baráttuna við Cristiano Ronaldo um að byrja leiki. Góð ákvörðun hjá Erik ten Hag. Rashford er hluti af frmatíð United og því miður er Ronaldo hluti af fortíð liðisns. Það er spurning hvort að Rashford nái að vera hluti af liði sem kemst upp í hæstu hæðir eins og liðið sem Ronaldo var hluti af. Til þess að ná því þarf hann að skora mörk og það slatta af þeim.
Sóknarmaður: Erling Braut Haaland (Man City) - Át Nottingham Forest í miðri viku en þetta var erfiðara fyrir City gegn Villa. Frábær sending frá De Bruyne. Ekkert lið sem heldur boltanum jafnmikið og City gerði gegn Villa ætti að fara af velli með einungis eitt stig. Hvða Kyle Walker var að gera þegar hann skaut í fyrri hálfleik í stað þess að gefa á Haaland veit enginn.
Sóknarmaður: Ivan Toney (Brentford)- Vítaspyrnan sem Brentford fékk var vafasöm en það var ekkert vafasamt við það hvernig Toney kláraði þrennu sína gegn Leeds. Öll mörkin voru frábærlega tekin en þriðja markið hans var einstakt. Að sjá þennan möguleika og framkvæma þetta á þennan hátt var listilega vel gert. Spurning um að velja Toney í landsliðið?
Athugasemdir