Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   mán 05. september 2022 22:51
Brynjar Ingi Erluson
Óskar Hrafn: Ég ætla ekkert að vera að spá í þau
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er bara mjög sáttur við frammistöðuna. Hún var bara góð, fengum fullt af færum og náðum að takmarka færafjölda þeirra verulega og með góða stjórn á leiknum. Ég er mjög ánægður," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-0 sigurinn á Val í Bestu deild karla í kvöld en liðið er nú með ellefu stiga forystu á toppnum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Valur

Ísak Snær Þorvaldsson gerði eina mark leiksins á 63. mínútu en það var fyrsta mark hans í rúman mánuð.

Það var munur á sóknarleiknum hjá Blikum í dag en í bikarnum gegn Víkingum á dögunum. Óskar ræddi það aðeins.

„Hver leikur hefur sitt líf og það er auðvelt að segja að sá leikur var búinn áður en hann byrjaði og þegar þú færð svona högg þá tekur lengri tíma að rísa upp. Í dag var kveikt á okkur frá byrjun og góð frammistaða. Við gerðum það sem við töluðum um fyrir leikinn, fundum réttu svæðin, náðum að opna þá og pössuðum upp á að missa ekki boltann á hættulegum stöðum. Valsmenn eru með mikil gæði og frábært lið sem refsar ef þeim er afhent eitthvað á silfurfati. Maður veit aldrei muninn og muninn. Sá var búinn áður en hann byrjaði og þessi var góður. Við getum ekki verið að 'analyze-era' eitthvað í tætlur. Það sem gerðist var að við horfðum of mikið í baksýnisspegilinn, heldur er hollast að horfa fram á við og næsta verkefni er KA," sagði Óskar.

Orri Hrafn Kjartansson, leikmaður Vals, kom sér nokkrum sinnum í góðar stöður til að sleppa í gegn.

„Jújú, Orri Hrafn er góður leikmaður og þú getur ekki gefið honum þessi svæði. Dagur hljóp hann upp einu sinni og frábærlega gert hjá honum en kom sér kannski í vandræði með stöðu með staðsetningum en neinei það fór ekkert um mig en auðvitað er það þannig þegar þú ert 1-0 yfir og ekki búinn að gera út um leikinn sem mér fannst við hafa möguleika á þá er auðvitað Valur lið sem er að fara að eiga eitthvað áhlaup í leik, það er bara þannig og þannig virkar fótboltaleikur. Gott lið með frábæra leikmenn og góðan þjálfara og voru alltaf að koma með eitthvað áhlaup svo var það spurning hvort við værum búnir að koma okkur í það góða stöðu að það skipti ekki máli eða þyrftum við að standa það af okkur. Að þessu sinni náðum við að standa það af okkur og gerðum það vel."

Óskar var ánægður með varnarleikinn en Blikar voru að halda hreinu þriðja leikinn í röð.

„Ég er mjög ánægður með hann. Ég held að þetta sé þriðji leikurinn í röð þar sem við höldum hreinu í deildinni og erum býsna góðir varnarlega og bara alls staðar á vellinum. Erum þéttir og menn unnu vel saman. Það er dýrmætt og gott upp á framhaldið og þurfum að halda áfram að spila góðan varnarleik."

Næsti leikur Blika er gegn KA, sem var að missa sinn besta mann en Nökkvi Þeyr Þórisson er að semja við Beerschot í Belgíu.

„Það er auðvitað ágætt. Ég get bara ekki verið að spá í því. Það verða sjónarsviptir af Nökkva úr deildinni og frábært fyrir hann að fara út. Óska honum innilega til hamingju með það, hann er búinn að vinna fyrir því, leggja mikið á sig og eiga frábært sumar. Það er frábært fyrir hann en slæmt fyrir KA og deildina að missa hann, en góðir leikmenn þurfa að geta tekið skrefið. Hann er svo sannarlega búinn að sýna hvað hann er góður."

Blikar eru eins og áður segir með ellefu stiga forystu en hann vildi ekkert fara að ræða titilbaráttuna. Hann er ekkert að spá í öðrum liðum.

„Varðandi hin liðin, þá ætla ég ekkert að spá í þau. Þeir eru í sínu prógrami og sinni stigasöfnun og hvernig gengur verður að vera þeirra mál. Við erum á okkar ferðalagi, næsta verkefni er KA og næsti áfangastaður á Akureyri og þar ætlum við að vinna," sagði hann ennfremur en hann ræðir um Ísak Snæ, fjölhæfan Andra Rafn Yeoman og margt annað í viðtalinu.
Athugasemdir
banner
banner