Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 05. október 2019 16:56
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Rodgers: Ekki augljós vítaspyrna
Brendan Rodgers.
Brendan Rodgers.
Mynd: Getty Images
Liverpool sigraði Leicester City 2-1 á Anfield fyrr í dag þar sem sigurmark Liverpool kom úr vítaspyrnu undir lok leiksins.

Brendan Rodgers fyrrum stjóri Liverpool var mættur með sína menn í Leicester á Anfield, hann var ánægður með spilamennsku sinna manna í dag en var ekkert alltof sáttur með vítaspyrnudóminn.

„Mér fannst við eiga meira skilið en þetta. Það er sárt að fá á sig mark svona seint í leikjum."

„Ég mjög stoltur af liðinu. Við vorum að spila við Evrópumeistarana og hefðum þess vegna geta skorað meira í dag en við gerðum."

„Við vorum svekktir að fá á okkur þetta víti, þetta var ekki augljós vítaspyrna að mínu mati. Mér fannst Mane gera aðeins of mikið úr þessu, ég held að ef dómarinn hefði ekki dæmt víti þá hefði VAR ekki breytt því. Þegar dómararnir taka ákvarðanir er erfitt að breyta þeim," sagði Rodgers.
Athugasemdir
banner
banner