Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
   lau 05. október 2019 11:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Savage: Rodgers rétti maðurinn í stjórastöðuna hjá Man Utd.
Brendan Rodgers hefur fengið mikið lof fyrir endurkomu sína í ensku úrvalsdeildina. Leicester liðið, sem hann stýrir, hefur leikið vel eftir að hann tók við og eru menn og konur að orða hann við stjórastöður hjá stærri félögum.

Til dæmis telur Robbie Savage, fyrrum miðjumaður til margra ára í ensku úrvalsdeildinni, að Rodgers væri fullkominn stjóri fyrir Manchester United.

Savage segir þó Ole Gunnar Solskjær, núverandi stjóra Rauðu Djöflanna, eiga skilið meiri tíma sem stjóri félagsins.

„Rodgers er að stýra Leicester aftur í Meistaradeildina og hann er framtíðastjóri hjá United," sagði Savage við Mirror.

„Ekki misskilja mig þegar ég segi að Rodgers eigi skilið að taka við United þá er ég ekki að segja að félagið eigi að reka Ole."

„Ég er ekki hrifinn af því að ráða og reka stjóra endalaust og Solskjær á skilið meiri tíma. Ég hef hinsvegar heillast mikið af starfi Rodgers hjá Refunum. Mjög gott átta mánaða starf og Leicester getur endað í einu af efstu fjórum sætunum."

„Þegar tíminn er réttur hjá United og liðið þarf nýjan stjóra væri Rodgers mitt val en ekki Mauricio Pochettino (stjóri Tottenham)."


Manchester United mætir Newcastle á útivelli á morgun og Leicester heimsækir Liverpool í dag.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner