Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 05. október 2020 12:53
Magnús Már Einarsson
Arsenal ætlar að borga riftunarverðið hjá Partey
Mynd: Getty Images
Arsenal er að reyna að fá miðjumanninn Thomas Partey í sínar raðir áður en félagaskiptaglugginn lokar í kvöld.

Partey hefur verið orðaður við Arsenal í allt sumar og samkvæmt frétt Goal hefur félagið nú ákveðið að reyna að ganga frá kaupum á honum.

Samkvæmt frétt Goal ætlar Arsenal að greiða 45 milljóna punda riftunarverð í samningi Partey hjá Atletico Madrid.

Hinn 27 ára gamli Partey hefur leikið með Atletico Madrid síðan árið 2015 en hann er landsliðsmaður Gana.

Miðjumaðurinn Lucas Torreira er á leið til Atletico Madrid frá Arsenal en þau félagaskipti hafa legið í loftinu undanfarna daga.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner