Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   mán 05. október 2020 13:15
Magnús Már Einarsson
Harry Wilson fer líklega ekki frá Liverpool
Ólíklegt er að Harry Wilson fari frá Liverpool áður en félagaskiptaglugginn lokar í kvöld.

Burnley hafði hug á að kaupa Wilson en félögin náðu ekki saman um kaupverð.

Nýjustu fréttir frá Englandi segja að Sean Dyche, stjóri Burnley, reikni ekki með að styrkja hópinn í dag.

Wilson var á láni hjá Bournemouth á síðasta tímabili þar sem hann skoraði nokkur glæsileg mörk.
Athugasemdir
banner
banner