Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   mán 05. október 2020 07:50
Magnús Már Einarsson
Rudiger á leið til AC Milan
AC Milan er í viðræðum um að fá varnarmanninn Antonio Rudiger á láni frá Chelsea.

Tottenham hefur einnig sýnt Rudiger áhuga en Chelsea vill ekki lána hann til keppinauta á Englandi.

Hinn 27 ára gamli Rudiger hefur ekkert komið við sögu á þessu tímabili en hann er ekki inn í áætlunum Frank Lampard, stjóra Chelesa.

Rudiger vill sjálfur fara annað til að fá spiltíma en hann er í baráttu um sæti í þýska landsliðinu.

PSG sýndi Rudiger einnig áhuga í síðustu viku en nú bendir allt til þess að hann fari til AC Milan.
Athugasemdir
banner