Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 05. október 2020 15:40
Ívan Guðjón Baldursson
Sevilla fær Idrissi (Staðfest) - Meira pláss fyrir Albert
Idrissi gengur í raðir Evrópudeildarmeistara Sevilla sem eru með sjö stig eftir þrjár umferðir á nýju tímabili.
Idrissi gengur í raðir Evrópudeildarmeistara Sevilla sem eru með sjö stig eftir þrjár umferðir á nýju tímabili.
Mynd: Getty Images
Sevilla var að festa kaup á Oussama Idrissi sem hefur verið besti leikmaður AZ Alkmaar síðustu tvö ár.

Idrissi er 24 ára gamall kantmaður sem hefur gert 37 mörk í 96 leikjum hjá AZ. Á síðustu leiktíð skoraði hann 17 og lagði 10 upp í 42 leikjum.

Idrissi lék 29 sinnum fyrir yngri landslið Hollands en hefur ákveðið að spila frekar fyrir Marokkó og lék 7 landsleiki í fyrra. Hann er vinstri kantmaður að upplagi en getur einnig spilað hægra megin.

Sevilla greiðir 12 milljónir fyrir Idrissi sem mun berjast við Suso, Lucas Ocampos og Munir El Haddadi um byrjunarliðssæti.

Þessi félagaskipti losa um stöðu í framlínu AZ Alkmaar og gæti Albert Guðmundsson því fengið stærra hlutverk hjá félaginu. Albert byrjaði fyrstu tvo leiki AZ á nýju tímabili en var ónotaður varamaður í 4-4 jafntefli um helgina.
Athugasemdir
banner
banner