Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 05. október 2022 22:55
Elvar Geir Magnússon
Ejub, Helgi Sig og Þórhallur Dan á blaði hjá Grindavík
Lengjudeildin
Helgi Sigurðsson er á blaði Grindvíkinga.
Helgi Sigurðsson er á blaði Grindvíkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík er í þjálfaraleit eftir að Alfreð Elías Jóhannsson var látinn fara eftir liðið tímabil í Lengjudeildinni, þar endaði Grindavík í sjötta sætinu.

Breytingar urðu á stjórn Grindavíkur um mánaðamótin og nýr formaður tók við. Stjórnin er nú í þjálfaraleit og er með nokkur nöfn á blaði.

Ejub Purisevic, Helgi Sigurðsson og Þórhallur Dan Jóhannsson eru á blaði Grindvíkinga samkvæmt heimildum Fótbolta.net og þegar hefur verið fundað með mönnum.

Ejub hefur undanfarin ár starfað við afreksþjálfun hjá Stjörnunni en er þekktastur fyrir árangur sinn hjá Víkingi Ólafsvík. Helgi Sigurðsson er aðstoðarþjálfari Vals en mun láta af störfum eftir tímabilið. Þórhallur Dan er fyrrum þjálfari Gróttu en hann gerði 3. flokk HK að Íslandsmeisturum í sumar.

Nafn Bjarna Jóhannssonar, sem hætti hjá Njarðvík eftir að hafa komið liðinu upp í Lengjudeildina, hefur einnig verið nefnt í tengslum við Grindavík.
Athugasemdir
banner
banner
banner