Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 05. október 2024 13:07
Sævar Þór Sveinsson
Byrjunarlið Fram og Vestra: Fimm breytingar hjá Fram
Rúnar Kristinsson gerir fimm breytingar á sínu byrjunarliði.
Rúnar Kristinsson gerir fimm breytingar á sínu byrjunarliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna klukkan 14:00 mætast Fram og Vestri á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í 3. umferð eftir tvískiptinguna í Bestu deild karla. Búið er að opinbera byrjunarliðin.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  4 Vestri

Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, gerir fimm breytingar á byrjunarliði sínu frá tapinu gegn KR í síðustu umferð. Þorri Stefán Þorbjörnsson, Tryggvi Snær Geirsson, Guðmundur Magnússon, Markús Páll Ellertsson og Alex Freyr Elísson koma allir inn í byrjunarliðið. Þeir koma í stað Brynjars Gauta Guðjónssonar, Magnúsar Þórðarsonar, Djenairo Daniels, Freys Sigurðssonar og Sigfúsar Árna Guðmundssonar.

Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, gerir eina breytingu á byrjunarliði sínu frá sigrinum gegn HK í síðustu umferð. Gunnar Jónas Hauksson tekur sér sæti á bekknum og í hans stað kemur Jeppe Gertsen inn í byrjunarliðið.


Byrjunarlið Fram:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson
6. Tryggvi Snær Geirsson
7. Guðmundur Magnússon (f)
8. Haraldur Einar Ásgrímsson
9. Kennie Chopart
10. Fred Saraiva
17. Adam Örn Arnarson
28. Tiago Fernandes
33. Markús Páll Ellertsson
71. Alex Freyr Elísson

Byrjunarlið Vestri:
30. William Eskelinen (m)
2. Morten Ohlsen Hansen
4. Fatai Gbadamosi
6. Ibrahima Balde
9. Andri Rúnar Bjarnason
11. Benedikt V. Warén
20. Jeppe Gertsen
22. Elmar Atli Garðarsson (f)
28. Jeppe Pedersen
32. Eiður Aron Sigurbjörnsson
40. Gustav Kjeldsen
Athugasemdir
banner
banner