PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   lau 05. október 2024 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
De la Fuente að framlengja við Spán - Ætlar að verja Evrópumeistaratitilinn
Mynd: Getty Images

Luis de la Fuente, landsliðsþjálfari Spánar, er í viðræðum við sambandið um framlengingu á samningi sínum.


De la Fuente er 63 ára gamall en hann skrifaði undir samning árið 2023 sem gildir út HM 2026.

Hann stýrði Spáni til sigurs á EM í Þýskalandi í sumar og ef hann skrifar undir nýjan samning mun hann fá tækifæri til að vinna EM 2028.

„Viðræðurnar eru langt á veg komnar, ég geri ráð fyrir því að samningar náist í desember. Þegar allt verður orðið stabílt vona ég að það sem var rætt verði framfylgt," sagði De la Fuente.


Athugasemdir
banner