Luis de la Fuente, landsliðsþjálfari Spánar, er í viðræðum við sambandið um framlengingu á samningi sínum.
De la Fuente er 63 ára gamall en hann skrifaði undir samning árið 2023 sem gildir út HM 2026.
Hann stýrði Spáni til sigurs á EM í Þýskalandi í sumar og ef hann skrifar undir nýjan samning mun hann fá tækifæri til að vinna EM 2028.
„Viðræðurnar eru langt á veg komnar, ég geri ráð fyrir því að samningar náist í desember. Þegar allt verður orðið stabílt vona ég að það sem var rætt verði framfylgt," sagði De la Fuente.
Athugasemdir