Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
   lau 05. október 2024 16:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Cole ónotaður varamaður í óvæntu tapi Dortmund
Leverkusen tapaði.
Leverkusen tapaði.
Mynd: EPA
Cole Campbell var ónotaður varamaður hjá Borussia Dortmund þegar liðið tapaði óvænt fyrir Union Berlín í þýsku úrvalsdeildinni núna áðan.

Dortmund, sem skoraði sjö mörk gegn Celtic í Meistaradeildinni í vikunni, lenti 2-0 undir rétt fyrir hálfleik gegn Union í dag. Julian Ryerson minnkaði muninn fyrir Dortmund um miðbik seinni hálfleiks en lengra komust þeir ekki.

Cole er bandarískur unglingalandsliðsmaður. Hann ákvað á þessu ári að spila frekar fyrir Bandaríkin eftir að hafa spilað með unglingalandsliðum Íslands þar á undan. Móðir hans er íslensk en faðir hans er bandarískur.

Cole hefur spilað með U19 liði Dortmund og varaliðinu á þessu tímabili og fékk nú kallið frá aðalliðsþjálfaranum, en hann kom ekki við sögu.

Það voru fleiri óvænt úrslit í þýsku úrvalsdeildinni í dag því Holstein Kiel náði stigi gegn Þýskalandsmeisturum Bayer Leverkusen á útivelli. Freiburg lagði Werder Bremen og Wolfsburg lagði Bochum.

Bayer 2 - 2 Holstein Kiel
1-0 Victor Boniface ('4 )
2-0 Jonas Hofmann ('8 )
2-1 Max Geschwill ('45 )
2-2 Fiete Arp ('69 , víti)

Werder 0 - 1 Freiburg
0-1 Ritsu Doan ('75 )

Union Berlin 2 - 1 Borussia D.
1-0 Kevin Vogt ('26 , víti)
2-0 Yorbe Vertessen ('45 )
2-1 Julian Ryerson ('62 )

Bochum 1 - 3 Wolfsburg
0-1 Tomas Tiago ('21 )
0-2 Jonas Wind ('37 )
1-2 Myron Boadu ('72 )
1-3 Jonas Wind ('88 )
1-3 Jonas Wind ('88 , Misnotað víti)
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 9 9 0 0 33 4 +29 27
2 RB Leipzig 9 7 1 1 19 10 +9 22
3 Dortmund 9 6 2 1 15 6 +9 20
4 Stuttgart 9 6 0 3 14 10 +4 18
5 Leverkusen 9 5 2 2 18 14 +4 17
6 Hoffenheim 9 5 1 3 18 15 +3 16
7 Köln 9 4 2 3 16 12 +4 14
8 Eintracht Frankfurt 9 4 2 3 22 19 +3 14
9 Werder 9 3 3 3 13 17 -4 12
10 Union Berlin 9 3 2 4 11 15 -4 11
11 Freiburg 9 2 4 3 11 13 -2 10
12 Wolfsburg 9 2 2 5 11 16 -5 8
13 Hamburger 9 2 2 5 8 15 -7 8
14 Augsburg 9 2 1 6 12 21 -9 7
15 St. Pauli 9 2 1 6 8 18 -10 7
16 Gladbach 9 1 3 5 10 18 -8 6
17 Mainz 9 1 2 6 10 17 -7 5
18 Heidenheim 9 1 2 6 8 17 -9 5
Athugasemdir