Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   lau 05. október 2024 19:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Víkingar skemmta sér á Akureyri í kvöld - „Vonandi verður alvöru partý í Fossvogi"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Jesús kristur maður, þriðja sæti á fyrsta ári, þú ert örugglega þreyttur á því að heyra mig segja þetta en ég er svo f... stoltur af liðinu," sagði John Andrews, þjálfari Víkings, sem stoppaði sjálfan sig frá því að blóta í viðtali við Fótbolta.net eftir sigur Víkings gegn Þór/KA í lokaumferðinni í Bestu deild kvenna.


Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 Víkingur R.

„Við fengum 3-4 stigum minna en við vildum en miðað við væntingarnar okkar á undirbúningstímabilinu erum við þremur stigum á undan spánni okkar. Okkur dreymdi aldrei um að ná þriðja sæti. Ég vil þakka leikmönnunum, starfsliðinu og stjórninni. Félagið er svo vel rekið að það er svo auðvelt að mæta og vinna vinnuna sína."

Freyja Stefánsdóttir skoraði sigurmarkið með laglegu skoti fyrir utan vítateiginn.

„Við höfum verið að reyna bæta þessu við leikinn okkar því við erum með svo mikinn hraða framávið. Við höfum ekki nýtt það en í dag settum við mikla pressu og létum Þór/KA snúa sér við á sitt eigið mark. Ég skal segja þér það að ég er 46 ára og ég myndi ekki vilja elta Freyju," sagði John léttur í bragði.

Víkingar ætla skemmta sér á Akureyri í kvöld eftir frábært tímabil.

„Ég vona að allir í Fossvogi verði með alvöru partý," sagði John og snéri sér að myndavélinni. „Vonandi munið þið skemmta ykkur vel líka," sagði John í myndavélina.

„Það eiga það allir skilið miðað við hvernig þetta tímabil fór, þetta er draumur," sagði John sem sagði að hann verði áfram þjálfari Víkings svo farmarlega sem allir aðrir vilja hafa hann.


Athugasemdir
banner
banner
banner