Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   lau 05. október 2024 19:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Víkingar skemmta sér á Akureyri í kvöld - „Vonandi verður alvöru partý í Fossvogi"
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Jesús kristur maður, þriðja sæti á fyrsta ári, þú ert örugglega þreyttur á því að heyra mig segja þetta en ég er svo f... stoltur af liðinu," sagði John Andrews, þjálfari Víkings, sem stoppaði sjálfan sig frá því að blóta í viðtali við Fótbolta.net eftir sigur Víkings gegn Þór/KA í lokaumferðinni í Bestu deild kvenna.


Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  1 Víkingur R.

„Við fengum 3-4 stigum minna en við vildum en miðað við væntingarnar okkar á undirbúningstímabilinu erum við þremur stigum á undan spánni okkar. Okkur dreymdi aldrei um að ná þriðja sæti. Ég vil þakka leikmönnunum, starfsliðinu og stjórninni. Félagið er svo vel rekið að það er svo auðvelt að mæta og vinna vinnuna sína."

Freyja Stefánsdóttir skoraði sigurmarkið með laglegu skoti fyrir utan vítateiginn.

„Við höfum verið að reyna bæta þessu við leikinn okkar því við erum með svo mikinn hraða framávið. Við höfum ekki nýtt það en í dag settum við mikla pressu og létum Þór/KA snúa sér við á sitt eigið mark. Ég skal segja þér það að ég er 46 ára og ég myndi ekki vilja elta Freyju," sagði John léttur í bragði.

Víkingar ætla skemmta sér á Akureyri í kvöld eftir frábært tímabil.

„Ég vona að allir í Fossvogi verði með alvöru partý," sagði John og snéri sér að myndavélinni. „Vonandi munið þið skemmta ykkur vel líka," sagði John í myndavélina.

„Það eiga það allir skilið miðað við hvernig þetta tímabil fór, þetta er draumur," sagði John sem sagði að hann verði áfram þjálfari Víkings svo farmarlega sem allir aðrir vilja hafa hann.


Athugasemdir