Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   þri 05. nóvember 2024 20:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Inzaghi hafnaði því að taka við liðum í úrvalsdeildinni
Mynd: Getty Images

Simone Inzaghi, stjóri Inter, viðurkenndi að hann hafi hafnað tækifæri að stýra í ensku úrvalsdeildinni í aðdraganda leiksins gegn Arsenal á morgun.


Inzaghi hefur vakið athygli enskra liða fyrir störf sín hjá Inter en hann gerði liðið að ítölskum meisturum í fyrra og kom liðinu í úrslit Meistaradeildarinnar fyrir tviemur árum.

Hann stýrði Lazio frá 2016 þar til hann tók við Inter árið 2021 en hann vann ítalska bikarinn með Lazio.

„Þetta er mjög áhugaverður fótbolti, allir þjálfarar hafa gaman af honum. Ég neita því ekki að það hafa komið upp tækifæri undanfarin ár, meira segja þegar ég var hjá Lazio en ég var ánægður þar og er ánægður hjá Inter," sagði Inzaghi.

„Ég kann að meta hann (enska boltann), en ég er hjá einu besta liði í Evrópu og er ánægður. Enginn getur verið viss um framtíðina samt sem áður."

Inzaghi hefur verið orðaður við lið á borð við Chelsea og Man Utd undanfarin ár.


Athugasemdir
banner
banner
banner