Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 05. nóvember 2024 22:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeildin: Gyökeres með þrennu í sigri á Man City - Liverpool á toppinn
Viktor Gyökeres
Viktor Gyökeres
Mynd: EPA
Luis Diaz fagnar einu af mörkum sínum í kvöld
Luis Diaz fagnar einu af mörkum sínum í kvöld
Mynd: EPA
Sporting fékk Man City í heimsókn í kvöld en Man City freistaðist þess að komast aftur á sigurbraut eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð.

Þetta byrjaði vel fyrir enska liðið þar sem Phil Foden kom liðinu yfir snemma leiks. Markahrókurinn Viktor Gyökeres jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks.

Maximiliano Araujo kom liðinu yfir strax í upphafi seinni hálfleiks og stuttu síðar fékk liðið vítaspyrnu. Gyökeres skoraði úr henni sitt annað mark í leiknum og þriðja mark Sporting.

Man City fékk síðan vítaspyrnu en Erling Haaland fór illa að ráði sínu og skaut í slána. Gyökeres var ekki hættur því þriðja vítaspyrnan var dæmd og hann skoraði og innsiglaði sigurinn og þrennuna sína. Hann hefur skorað 23 mörk í 17 leikjum á tímabilinu.

Það var markalaust í hálfleik þegar Liverpool fékk Leverkusen í heimsókn en Jeremie Frimpong kom boltanum í netið en markið var dæmt af þar sem hann fékk boltann í höndina í aðdragandanum.

Heimamenn komu gríðarlega sterkir út í seinni hálfleikinn. Luis Diaz gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu og Cody Gakpo skoraði eitt.

Milan gerði sér góða ferð til Madrídar þar sem liðið vann Real Madrid. Malick Thiaw kom Milan yfir en VInicius Junior jafnaði metin úr vítaspyrnu, hans fyrsta mark eftir Ballon d'Or dramað. Rafael Leao lagði svo upp tvö mörk á Alvaro Morata og Tijjani Rijnders og þar við sat.

Dortmund vann nauman sigur á Strum Graz og Celtic vann RB Leipzig.

Bologna 0 - 1 Monaco
0-1 Thilo Kehrer ('87 )

Borussia D. 1 - 0 Sturm
1-0 Donyell Malen ('86 )

Celtic 3 - 1 RB Leipzig
0-1 Christoph Baumgartner ('23 )
1-1 Nicolas-Gerrit Kuhn ('35 )
2-1 Nicolas-Gerrit Kuhn ('45 )
3-1 Reo Hatate ('72 )

Lille 1 - 1 Juventus
1-0 Jonathan David ('27 )
1-1 Dusan Vlahovic ('60 , víti)

Liverpool 4 - 0 Bayer
1-0 Luis Diaz ('61 )
2-0 Cody Gakpo ('63 )
3-0 Luis Diaz ('83 )
4-0 Luis Diaz ('90 )

Sporting 4 - 1 Manchester City
0-1 Phil Foden ('4 )
1-1 Viktor Gyokeres ('38 )
2-1 Maximiliano Araujo ('46 )
3-1 Viktor Gyokeres ('49 , víti)
3-1 Erling Haaland ('69 , Misnotað víti)
4-1 Viktor Gyokeres ('81 , víti)

Real Madrid 1 - 3 Milan
0-1 Malick Thiaw ('12 )
1-1 Vinicius Junior ('23 , víti)
1-2 Alvaro Morata ('39 )
1-3 Tijani Reijnders ('73 )


Stöðutaflan Evrópa Meistaradeildin
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 10 1 +9 12
2 Sporting 4 3 1 0 9 2 +7 10
3 Mónakó 4 3 1 0 10 4 +6 10
4 Brest 4 3 1 0 9 3 +6 10
5 Inter 4 3 1 0 6 0 +6 10
6 Barcelona 4 3 0 1 15 5 +10 9
7 Dortmund 4 3 0 1 13 6 +7 9
8 Aston Villa 4 3 0 1 6 1 +5 9
9 Atalanta 4 2 2 0 5 0 +5 8
10 Man City 4 2 1 1 10 4 +6 7
11 Juventus 4 2 1 1 7 5 +2 7
12 Arsenal 4 2 1 1 3 1 +2 7
13 Leverkusen 4 2 1 1 6 5 +1 7
14 Lille 4 2 1 1 5 4 +1 7
15 Celtic 4 2 1 1 9 9 0 7
16 Dinamo Zagreb 4 2 1 1 10 12 -2 7
17 Bayern 4 2 0 2 11 7 +4 6
18 Real Madrid 4 2 0 2 9 7 +2 6
19 Benfica 4 2 0 2 7 5 +2 6
20 Milan 4 2 0 2 7 6 +1 6
21 Feyenoord 4 2 0 2 7 10 -3 6
22 Club Brugge 4 2 0 2 3 6 -3 6
23 Atletico Madrid 4 2 0 2 5 9 -4 6
24 PSV 4 1 2 1 7 5 +2 5
25 PSG 4 1 1 2 3 5 -2 4
26 Sparta Prag 4 1 1 2 5 8 -3 4
27 Stuttgart 4 1 1 2 3 6 -3 4
28 Shakhtar D 4 1 1 2 2 5 -3 4
29 Girona 4 1 0 3 4 8 -4 3
30 Salzburg 4 1 0 3 3 10 -7 3
31 Bologna 4 0 1 3 0 5 -5 1
32 RB Leipzig 4 0 0 4 4 9 -5 0
33 Sturm 4 0 0 4 1 6 -5 0
34 Young Boys 4 0 0 4 1 11 -10 0
35 Rauða stjarnan 4 0 0 4 4 16 -12 0
36 Slovan 4 0 0 4 2 15 -13 0
Athugasemdir
banner