Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 05. desember 2021 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Messi reyndi aldrei að verða bestur - „Heppni spilar inn í"
Lionel Messi vann sjöunda gullknött sinn á dögunum
Lionel Messi vann sjöunda gullknött sinn á dögunum
Mynd: EPA
Lionel Messi, leikmaður Paris Saint-Germain, ræddi við France Football eftir að hafa unnið gullknöttinn í sjöunda sinn í París á dögunum.

France Football veitir besta leikmanni heims á hverju ári Ballon d'Or-verðlaunin.

Verðlaunahátíðin fór fram í París og hafði Messi þar betur gegn Robert Lewandowski, framherja Bayern München.

„Ég veit ekki hvort ég sé góð fyrirmynd. Það er hlutverk sem mér líkar ekki vel við eða að gefa ráð," sagði Messi.

„Ég barðist fyrir því að upplifa drauminn. Mig langaði að verða atvinnumaður og svo reyndi ég að fara fram úr sjálfum mér og setja mér ný markmið á hverju ári."

„Heppni er líka hluti af þessu öllu saman. Þetta fer líka eftir Guði og ég trúi því að hann hafi ákveðið að allt þetta myndi gerast fyrir mig."


Markmið var aldrei að gerast besti knattspyrnumaður heims því hann gat aldrei ímyndað sér það.

„Bara það að vera titlaður sem einn af bestu leikmönnum heims er meira en nóg. Það er eithvað sem mig hafði aldrei órað fyrir. Ég veit annars ekki hvernig ég á að segja þetta án þess að vera misskilinn. Það er ekki það að ég vilji það ekki en segjum bara að það spilar ekki það stóra rullu hjá mér. Það breytir mig engu hvort ég sé bestur eða ekki. Ég reyndi aldrei að vera bestur hvort er."
Athugasemdir
banner
banner