
Brasilía 4 - 1 Suður-Kórea
1-0 Vinicius Junior ('7 )
2-0 Neymar ('13 , víti)
3-0 Richarlison ('29 )
4-0 Lucas Paqueta ('36 )
4-1 Paik Seung-Ho ('76 )
Brasilía komst örugglega áfram í 8-liða úrslit á HM eftir sigur á Suður Kóreu í kvöld.
Útlitið var dökkt fyrir Suður Kóreumenn eftir rúmlega 10 mínútna leik þegar Neymar skoraði annað mark leiksins af vítapuntkinum. Vinicius Junior hafði komið Brasilíumönnum í forystu örfáum mínútum áður.
Brasilíumenn slökuðu ekkert á og Richarlison skoraði stórkostlegt mark eftir hálftíma leik og Lucas Paqueta bætti fjórða markinu við stuttu síðar. 4-0 var staðan þegar flautað var til leikhlés.
Síðari hálfleikurinn var öllu rólegri en Suður Kórea náði að klóra í bakkann þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Boltinn barst út á Seung-Ho Paik sem átti stórkostlegt skot og skoraði framhjá Alisson í marki Brasilíu.
Nær komust þeir ekki og lokatölur 4-1.