Brunaútsala hjá Man Utd - Greenwood ætlar að hafna Barcelona - Chelsea reyndi að fá Nunez fyrir tímabilið
   þri 05. desember 2023 22:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalski bikarinn: Albert ekki með þegar Genoa féll úr leik
Mynd: Getty Images

Lazio 1 - 0 Genoa
1-0 Matteo Guendouzi ('5 )

Albert Guðmundsson er ekki búinn að jafna sig af meiðslum og var því ekki með liði Genoa sem heimsótti Lazio í 16 liða úrslitum ítalska bikarsins í kvöld.


Lazio náði forystunni snemma leiks en það var Matteo Guendouzi sem skoraði markið með hnitmiðuðu skoti. Þetta var fyrsta mark hans fyrir félagið en hann gekk til liðs við Lazio í sumar frá Marseille.

Mateo Retegui fékk tvö tækifæri til að jafna metin fyrir Genoa. Fyrst átti hann skot beint á Ivan Provedel í marki Lazio og síðan átti hann skot yfir markið úr góðu færi eftir slæm mistök frá Patric í vörn Lazio.

Nær komust Genoa ekki og er liðið því úr leik.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner