Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
   fim 05. desember 2024 08:09
Elvar Geir Magnússon
Fékk kaldar kveðjur - „Þú verður rekinn á morgun!“
„Þú verður rekinn á morgun!“ heyrðist sungið frá stuðningsmönnum Wolves sem lögðu leið sína til Liverpoolborgar og horfðu á Everton vinna sína menn 4-0.

Þessi skellur gegn Everton eykur pressuna á stjórann Gary O'Neil. Eftir leik fór hann að stuðningsmönnum Wolves til að þakka fyrir leikinn en baulað var á hann og fólk lét óánægju sína í ljós.

„Ég fór til þeirra því ég kann að meta hvern einasta stuðningsmann. Þeir hafa gefið mér ómetanlegan stuðning síðan ég tók við þessu starfi," sagði O'Neil eftir leikinn.

„Við náðum að framkvæma ótrúlega hluti á síðasta tímabili, með lið sem flestir landsmenn spáðu falli. En við vorum hvergi nærri því að falla, aldrei. Við nutum þess tímabils saman og núna þegar það er erfiður tími þá tek ég á móti þeirri gagnrýni sem er kastað á mig."

„Ég axla ábyrgð á gengi liðsins og þó ég fái að heyra það núna þá breytir það ekki mínum tilfinningum sem ég ber til stuðningsmanna eftir það sem þeir hafa gefið mér síðustu fimmtán mánuði."

Úlfarnir eru í fallsæti með níu stig eftir fjórtán leiki.

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner