Þorlákur Breki Baxter er genginn til liðs við nýliða Keflavíkur. Hann var tilkynntur sem leikmaður félagsins rétt fyrir áramót og skrifaði hann undir fjögurra ára samning við félagið.
Breki gengur til liðs við Keflavík frá Stjörnunni en hann lék á láni hjá ÍBV á síðasta tímabili. Þar áður var hann á láni hjá Selfossi. Þorlákur, sem er tvítugur, er fjölhæfur sóknarþenkjandi leikmaður.
Fótbolti.net ræddi við Þorlák Breka í tilefni skiptanna.
Breki gengur til liðs við Keflavík frá Stjörnunni en hann lék á láni hjá ÍBV á síðasta tímabili. Þar áður var hann á láni hjá Selfossi. Þorlákur, sem er tvítugur, er fjölhæfur sóknarþenkjandi leikmaður.
Fótbolti.net ræddi við Þorlák Breka í tilefni skiptanna.
„Þeir heyrðu í Stjörnunni og höfðu samband. Ég fór á fund og þetta kláraðist frekar hratt.“
„Ég er spenntur fyrir þessu. Það var verið að spá okkur í neðsta sætinu. Það er svipuð spá og var hjá okkur í ÍBV í fyrra og ið enduðum aðeins einu stigi frá efri helmingnum. Vonandi getum við gert eitthvað svipað í sumar.“
„Að halda sér uppi á fyrsta tímabili er auðvitað mjög mikilvægt. Fyrir mig persónulega langar mig að skora meira og leggja meira upp. Ég var dálítið óánægður með það á síðasta tímabili.“
Áhugi úr Eyjum
Breki lék með ÍBV á láni á síðustu leiktíð og höfðu Eyjamenn áhuga á að fá hann varanlega í sínar raðir.
„Ég átti í góðu samtali við þá. Auðvitað fer þjálfarinn en þetta æxlaðist svona.“
Hann segir þá ekki hafa verið erfitt að velja á milli: „Nei, svo sem ekki. Mér þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum og Eyjuna en síðan er þetta bara fótbolti.“
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir






















