Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
Halli Hróðmars:Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Viðtal við Alla Jóa
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Viðtal við Sigga Höskulds
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
Jón Daði: Dreymdi um þessa byrjun
Gústi Gylfa: Sást í augum leikmanna að menn vildu vinna
Óli Íshólm: Get ekki verið að tittlingast með þeim en get þetta
Arnar Grétars: Eins og að lifa Groundhog day aftur og aftur
Höskuldur: Adrenalínið drekkir þeirri þreytu
   fim 06. febrúar 2014 23:31
Magnús Már Einarsson
Rúnar Kristins: Bjarni þarf ekki að fletta í neinum bókum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög ánægður með strákana. Þetta var erfið fæðing, þetta byrjaði ekkert sérstaklega vel, en er ánægður með að vera kominn í úrslitaleikinn á frekar þunnum hóp. Við erum að glíma við frekar mikil meiðsli og erum á þunnum hóp, en strákarnir spiluðu fínan leik miðað við aðstæður,“ sagði Rúnar Kristinsson við Fótbolta.net eftir 3-1 sigur sinna manna gegn Fylki í undanúrslitum Reykjavíkurmótsins í dag.

Þorsteinn Már Ragnarsson fékk tækifærið í byrjunarliðinu í fjarveru Gary Martin, sem er í fríi, og nýtti það vel.

„Steini nýtir tækifærin sín mjög vel og hann er búinn að skora í nánast öllum í Reykjavíkurmótinu. Hann er gríðarlega duglegur og samviskusamur strákur og það er frábært að hafa svona strák í liðinu. Við væntum mikils af honum í framtíðinni,“ sagði Rúnar.

KR mætir Fram í úrslitaleiknum en liðin hafa þegar mæst á þessu undirbúningstímabili.

„Þetta verður annar leikurinn við Fram á þessu tímabili sem er ekki langt, svo eigum við þá á sunnudaginn eftir rúma viku í fyrsta leik í Lengjubikar. Við tökum tvo leiki í röð og svo eigum við þá í Meistarakeppninni, þannig við spilum fjóra leiki við Fram. Svo eigum við tvo leiki í deildinni og kannski í bikar, þannig við náum kannski sjö leikjum. Þetta verður eitthvað fjör,“ sagði Rúnar.

Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, er fyrrum fyrirliði KR og þekkir liðið út og inn.

„Bjarni þarf ekkert að fletta upp í neinum bókum eða horfa á marga leiki hjá okkur, hann veit nákvæmlega hvernig þetta er hjá okkur,“sagði Rúnar.
Athugasemdir
banner