Liverpool fær samkeppni frá Real Madrid - Barcelona á eftir Haaland - Man Utd býður Mainoo í skiptum fyrir Valverde
Ingvar Freyr: Verður einhver helvítis veisla næstu helgi
Berglind Björg: Ég er bara ótrúlega stolt af þessu
Davíð Smári: Hendum þessu frá okkur í einhverja vitleysu
Nik Chamberlain: Hefðum getað skorað fleiri
Lárus Orri: Erum ennþá í miðri á
Einar Guðna: Skilyrði að snúa þessu við
Fær kveðjuleik á Laugardalsvelli: Myndi gera ótrúlega mikið fyrir mig
Stýrði Gróttu í fjarveru Rúnars: Mjög vonsvikinn
Jói Hreiðars: Þær fengu of auðveld færi
Matti Guðmunds: Þetta átti að enda með marki
Donni: Reynir á að sýna kjark og dug
Ashley Brown um endurkomu til Íslands: Svo frábært að ég þurfti að koma aftur
Guðni Eiríksson: Sem betur fer þá hefur FH liðið að einhverju að keppa
Óskar Smári: Eina liðið sem vinnur leik komandi inn í neðri hlutann
Sjáðu lætin á Króknum - Ætluðu að vaða í dómarana
Konni: Bara Derby slagur og við vel stilltir
Sverri Hrafn: Þetta var bara algjör þvæla
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
banner
   fim 06. febrúar 2014 23:31
Magnús Már Einarsson
Rúnar Kristins: Bjarni þarf ekki að fletta í neinum bókum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög ánægður með strákana. Þetta var erfið fæðing, þetta byrjaði ekkert sérstaklega vel, en er ánægður með að vera kominn í úrslitaleikinn á frekar þunnum hóp. Við erum að glíma við frekar mikil meiðsli og erum á þunnum hóp, en strákarnir spiluðu fínan leik miðað við aðstæður,“ sagði Rúnar Kristinsson við Fótbolta.net eftir 3-1 sigur sinna manna gegn Fylki í undanúrslitum Reykjavíkurmótsins í dag.

Þorsteinn Már Ragnarsson fékk tækifærið í byrjunarliðinu í fjarveru Gary Martin, sem er í fríi, og nýtti það vel.

„Steini nýtir tækifærin sín mjög vel og hann er búinn að skora í nánast öllum í Reykjavíkurmótinu. Hann er gríðarlega duglegur og samviskusamur strákur og það er frábært að hafa svona strák í liðinu. Við væntum mikils af honum í framtíðinni,“ sagði Rúnar.

KR mætir Fram í úrslitaleiknum en liðin hafa þegar mæst á þessu undirbúningstímabili.

„Þetta verður annar leikurinn við Fram á þessu tímabili sem er ekki langt, svo eigum við þá á sunnudaginn eftir rúma viku í fyrsta leik í Lengjubikar. Við tökum tvo leiki í röð og svo eigum við þá í Meistarakeppninni, þannig við spilum fjóra leiki við Fram. Svo eigum við tvo leiki í deildinni og kannski í bikar, þannig við náum kannski sjö leikjum. Þetta verður eitthvað fjör,“ sagði Rúnar.

Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, er fyrrum fyrirliði KR og þekkir liðið út og inn.

„Bjarni þarf ekkert að fletta upp í neinum bókum eða horfa á marga leiki hjá okkur, hann veit nákvæmlega hvernig þetta er hjá okkur,“sagði Rúnar.
Athugasemdir
banner
banner