Liverpool fær samkeppni frá Real Madrid - Barcelona á eftir Haaland - Man Utd býður Mainoo í skiptum fyrir Valverde
   sun 21. september 2025 13:37
Brynjar Ingi Erluson
Sautján ára Framari á bekknum hjá FCK
Viktor Bjarki er á bekknum hjá FCK
Viktor Bjarki er á bekknum hjá FCK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Unglingalandsliðsmaðurinn Viktor Bjarki Daðason er á bekknum hjá aðalliði FCK sem tekur á móti Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni klukkan 14:00.

Viktor Bjarki gekk í raðir FCK frá Fram á síðasta ári eftir að hafa heillað njósnara danska félagsins.

Hann þreytti frumraun sína með Fram í Bestu deildinni árið 2023 og fékk stærra hlutverk á síðasta ári þar sem hann lék alls níu leiki í deildinni og skoraði eitt mark.

Samkvæmt Transfermarkt hefur Viktor skorað fimm mörk í fjórum leikjum með U19 ára liði FCK á tímabilinu og hefur hann nú verið tekinn inn í hópinn hjá aðalliðinu fyrir leikinn gegn Silkeborg í dag í stað Elias Achouri sem er frá vegna meiðsla.

Stór stund fyrir Viktor sem á 23 landsleiki og 5 mörk fyrir unglingalandsliðinu.


Athugasemdir
banner