Unglingalandsliðsmaðurinn Viktor Bjarki Daðason er á bekknum hjá aðalliði FCK sem tekur á móti Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni klukkan 14:00.
Viktor Bjarki gekk í raðir FCK frá Fram á síðasta ári eftir að hafa heillað njósnara danska félagsins.
Hann þreytti frumraun sína með Fram í Bestu deildinni árið 2023 og fékk stærra hlutverk á síðasta ári þar sem hann lék alls níu leiki í deildinni og skoraði eitt mark.
Samkvæmt Transfermarkt hefur Viktor skorað fimm mörk í fjórum leikjum með U19 ára liði FCK á tímabilinu og hefur hann nú verið tekinn inn í hópinn hjá aðalliðinu fyrir leikinn gegn Silkeborg í dag í stað Elias Achouri sem er frá vegna meiðsla.
Stór stund fyrir Viktor sem á 23 landsleiki og 5 mörk fyrir unglingalandsliðinu.
Start-11 mod Silkeborg IF præsenteres i samarbejde med vores officielle bettingpartner @Unibet_Danmark#fcklive #startXI pic.twitter.com/gIjVerQzYM
— F.C. København (@FCKobenhavn) September 21, 2025
Athugasemdir