
Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir og stöllur hennar í FCK eru á toppnum í dönsku B-deildinni eftir að liðið vann 3-0 sigur á Álaborg í dag.
FCK tryggði sig upp úr C-deildinni í vor eftir frábært tímabil og stefnir upp annað árið í röð.
Sunneva var eins og venjulega í byrjunarliði FCK sem er áfram taplaust eftir sex leiki.
FCK hefur unnið fjóra og gert tvö jafntefli og er því með 14 stig á toppi deildarinnar.
Hlín Eiríksdóttir byrjaði hjá Leicester sem tapaði fyrir Englandsmeisturum Chelsea, 1-0, á útivelli. Hlín hefur verið inn og út úr liðinu á tímabilinu og stórt fyrir hana að fá að byrja gegn besta liði deildarinnar.
Leicester er með 3 stig eftir þrjá leiki.
Marie Jóhannsdóttir kom inn á sem varamaður í 3-1 sigri Molde á Odd í B-deildinni í Noregi. Molde er í 3. sæti með 38 stig eftir nítján umferðir.
Athugasemdir