Liverpool fær samkeppni frá Real Madrid - Barcelona á eftir Haaland - Man Utd býður Mainoo í skiptum fyrir Valverde
banner
   sun 21. september 2025 13:07
Haraldur Örn Haraldsson
Byrjunarlið Þróttar og HK: Kári kominn aftur eftir bann
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þróttur tekur á móti HK í seinni leik undanúrslita umspilsins í Lengjudeildinni. HK leiðir einvígið 4-3 eftir fyrri leikinn. Byrjunarliðin hafa verið birt en þau má sjá hér fyrir neðan. 


Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  1 HK

Sigurvin Ólafsson  þjálfari Þróttar gerir tvær breytingar frá síðasta leik. Kári Kristjánsson og Liam Daði Jeffs koma inn í liðið, en Viktor Andri Hafþórsson og Unnar Steinn Ingvarsson fá sér sæti á bekknum.

Hermann Hreiðarsson þjálfari HK gerir þrjár breytingar á sínu liði. Þorsteinn Aron Antonsson og Bart Kooistra eru utan hóps, líklega vegna meiðsla, og Þorvaldur Smári Jónsson sest á bekkinn. Inn fyrir þá koma Dagur Orri Garðarsson, Brynjar Snær Pálsson og Kári Gautason.


Byrjunarlið Þróttur R.:
1. Þórhallur Ísak Guðmundsson (m)
2. Eiríkur Þorsteinsson Blöndal
5. Kolbeinn Nói Guðbergsson
7. Hrafn Tómasson
8. Baldur Hannes Stefánsson (f)
20. Viktor Steinarsson
21. Brynjar Gautur Harðarson
22. Kári Kristjánsson
25. Hlynur Þórhallsson
32. Aron Snær Ingason
80. Liam Daði Jeffs

Byrjunarlið HK:
1. Ólafur Örn Ásgeirsson (m)
4. Aron Kristófer Lárusson
7. Dagur Ingi Axelsson
11. Dagur Orri Garðarsson
14. Brynjar Snær Pálsson
15. Haukur Leifur Eiríksson
16. Eiður Atli Rúnarsson
21. Ívar Örn Jónsson (f)
24. Magnús Arnar Pétursson
28. Tumi Þorvarsson
32. Kári Gautason
Athugasemdir
banner