Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   mán 06. febrúar 2023 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Loic Remy í franska boltann (Staðfest)
Mynd: Getty Images

Franska félagið Brest er búið að staðfesta sex mánaða samning við sóknarmanninn Loic Remy, sem lék meðal annars fyrir Chelsea og Newcastle í enska boltanum.


Remy er 36 ára gamall og hefur spilað í tyrkneska boltanum undanfarin ár. Hann hefur verið liðsfélagi Birkis Bjarnasonar hjá Adana Demirspor í eitt ár en fékk að rifta samningi sínum eftir að hafa aðeins komið við sögu í tveimur leikjum.

Þar áður var Remy hjá Caykur Rizespor og skoraði 7 mörk í 27 leikjum.

Remy skoraði 7 mörk í 30 landsleikjum fyrir Frakkland en hefur ekki spilað síðan á HM 2014.

Brest er í fallbaráttu í Ligue 1, með 20 stig eftir 22 umferðir - tveimur stigum frá fallsæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner