Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 06. febrúar 2023 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telja tvö ensk félög vera á undan í röðinni
Jude Bellingham.
Jude Bellingham.
Mynd: Getty Images
Spænska stórveldið Real Madrid hefur mikinn áhuga á því að kaupa Jude Bellingham frá Borussia Dortmund næsta sumar.

Spænska félagið telur sig þó ekki leiða kapphlaupið um leikmanninn efnilega.

The Athletic greinir frá því að hugsun Real Madrid sé sú að tvö ensk félög séu að leiða kapphlaupið þessa stundina. Það eru Liverpool og Manchester City.

Real Madrid hefur sett sig í samband við fjölskyldu leikmannsins en Liverpool og Man City eru að leggja mikla áherslu á að fá leikmanninn. Bellingham verður ekki ódýr og Madrídarstórveldið telur sig ekki geta keppt við félög á England fjárhagslega séð.

Bellingham hefur einnig verið orðaður við Manchester United en það eru allar líkur á því að hann verði á ferðinni næsta sumar þó Dortmund haldi í vonina um að hann muni skrifa undir nýjan samning.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner