Arsenal gæti keypt Lautaro á metfé - Líklegt að Arsenal kaupi Sesko í sumar - Launakröfur Garnacho of háar fyrir Napoli
   fim 06. febrúar 2025 23:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gakpo: Komnir í einn úrslitaleik en það er nóg eftir
Mynd: EPA
Liverpool er komið í úrslit deildabikarsins eftir sigur á Tottenham í kvöld. Þetta er í þriðja sinn á síðustu fjórum árum sem Liverpool spilar í úrslitum keppninnar.

Liðið er á toppi úrvalsdeildarinnar og endaði á toppnum í deildakeppni Meistaradeildarinnar. Þá er liðið komið í fjórðu umferð enska bikarsins.

Cody Gakpo skoraði eitt af fjórum mörkum liðsins í kvöld en hann ræddi við Sky Sports eftir leikinn.

„Stuðningsmennirnir hjálpuðu okkur mikið. Við vissum að við þurftum að koma til baka eftir 1-0 tap svo við fórum út á völl og reyndum að skapa eins mikið og við gátum. Við vitum að miðað við gæðin sem við höfum fáum við mörg færi og skorum vonandi. Frábær frammistaða hjá öllu liðinu," sagði Gakpo.

„Við erum á réttri leið en við verðum að taka einn dag í einu. Við erum komnir í einn úrslitaleik en það er nóg eftir. Við verðum að einbeita okkur að því að ná eins langt og hægt er. Við erum á góðu skriði, við verðum að halda því áfram."
Athugasemdir
banner
banner