banner
   lau 06. mars 2021 18:30
Victor Pálsson
Tuchel útilokar ekki að leikmönnum verði bannað að fara
Mynd: Getty Images
Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, segir að það sé möguleiki á að leikmönnum liðsins verði bannað að fara með landsliðum sínum þegar keppni landsliða hefst aftur síðar í mánuðinum.

Það væri mikið áfall fyrir lið á Englandi sem og annars staðar að missa lykilmenn í sóttkví eftir að hafa ferðast erlendis.

Það eru enn nóg af leikjum eftir í úrvalsdeildinni en leikmenn sem koma til landsins ættu að þurfa að fara í tíu daga sóttkví.

„Ég hef miklar áhyggjur því mitt markmið er að spila í ensku úrvalsdeildinni og ef leikmenn eru í enangrun getum við ekki byggt upp þann hóp sem við viljum," sagði Tuchel.

„Þetta er áhætta og ég hef miklar áhyggjur. Ég er þó viss um að félagið viti hvernig á að taka á þessu. Ef það þýðir að leikmenn geti ekki farið þá er það svoleiðis."

„Þetta er sérstök staða. Við þurfum að aðlagast henni og munum gera það sem félag og taka ákvarðanir saman. Við höfum miklar áhyggjur."
Athugasemdir
banner
banner
banner