Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 06. mars 2023 19:32
Brynjar Ingi Erluson
Hörður í vörninni er Panathinaikos hirti toppsætið
Mynd: EPA
Íslenski landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon sneri aftur á völlinn með Panathinaikos er liðið lagði Panetolikos að velli, 2-0, í grísku úrvalsdeildinni í kvöld.

Framarinn meiddist um miðjan janúar og missti af sex deildarleikjum áður en hann sneri aftur í hópinn í markalausa jafnteflinu gegn Olympiakos í síðustu umferð.

Hörður byrjaði í miðri vörn gegn Panetolikos í kvöld og tókst að halda hreinu en leiknum lauk með 2-0 sigri Panathinaikos.

Varnarmaðurinn spilaði allan leikinn og hjálpaði liði sínu að hirða toppsætið af AEK.

Panathinaikos er með 58 stig eftir 25 leiki en AEK með 56 stig og á leik til góða.

Eftir næstu umferð verður deildinni skipti í tvo hluta, meistarariðil og fallriðil.
Athugasemdir
banner
banner
banner