Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 06. maí 2022 10:40
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Goal 
Everton, Leeds eða Burnley? Hverjir falla?
Frank Lampard, stjóri Everton.
Frank Lampard, stjóri Everton.
Mynd: EPA
Mike Jackson, stjóri Burnley.
Mike Jackson, stjóri Burnley.
Mynd: Getty Images
Jesse Marsch, stjóri Leeds.
Jesse Marsch, stjóri Leeds.
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Everton vann óvæntan sigur gegn Chelsea um síðustu helgi en liðið á erfiða leiki eftir í lokaumferðunum.

Fall úr ensku úrvalsdeildinni er ekki alltaf stórslys. Norwich og Watford eru félög sem eru vön því að fara upp og niður og líkur á að þau komi bæði aftur upp að ári, á sama hátt og Fulham og Bournemouth hafa gert.

En fall þýðir ekki alltaf það sama fyrir öll félög.

Það eru miklar líkur á að einkenni Burnley fari hverfandi án Sean Dyche og félagið er varla með fjárráð til að tryggja það að framtíð liðsins liggi í efstu deild. Leeds er í svipaðri stöðu en hættan er mest hjá Everton.

Mikill taprekstur hefur verið hjá Everton að undanförnu, félagið er í því ferli að byggja nýjan leikvang og eru með launakostnað sem er ósjálfbær í Championship-deildinni. Svartsýnustu spár segja að Everton gæti hrunið í líkingu við Sunderland ef liðið fellur.

Því miður fyrir Everton telja útreikningar Goal að liðið sé líklegast til að enda í 18. sætinu...

Burnley berst í tveimur leikjum gegn Villa
Mike Jackson hefur krækt í tíu stig frá fyrstu fjórum leikjunum við stjórnvölinn hjá Burnley. Hann hefur komið rækilega á óvart. Fáir töldu að Sean Dyche væri að gera eitthvað rangt og enginn bjóst við því að Burnley myndi bæta sig án hans.

Hvað varðar leikkerfi hefur lítið breyst, Burnley heldur áfram að spila beinskeyttan fótbolta í 4-4-2 leikkerfi. Samvinna Jack Cork og Josh Brownhill á miðjunni hefur verið ábótasöm og þeir sópa upp lausum boltum og koma þeim samstundis út á vængina.

Burnley á tvo leiki gegn Aston Villa, liði sem hefur verið í vandræðum að undanförnu og hefur upp á lítið að spila. Nathan Collins og James Tarkowski munu taka hart á fremstu leikmönnum Villa sem eru í of mikilli léttivigt sem stendur. Philippe Coutinho er ekki hrifinn af svona hörðum leikjum.

Burnley mun láta finna fyrir sér gegn Villa og gæti fengið þau stig úr þeim leikjum sem gætu haldið liðinu í deildinni.

Leeds mætir liðum sem hafa upp á lítið að spila
Leeds hefur dregist aftur í fallbaráttuna en Jesse Marsch hefur verið að gera góða hluti á Elland Road og ekki skal lesa of mikið í slæm úrslit gegn Manchester City.

Marsch hefur haldið í margt frá Bielsa, sérstaklega hraðann í sóknarleiknum og munstrið í samspilinu. Áfram er mjög skemmtilegt að horfa á Leeds spila.

En hann hefur fært varnarlínuna aftur og stöðvað það að leikmenn séu að pressa á öllum svæðum vallarins. Þá hefur hann farið úr maður á mann pressu yfir í skynsamlerga svæðiskerfi.

Leikur helgarinnar, gegn Arsenal á Emirates, mun líklega enda með tapi en leikurinn gegn Chelsea á heimavelli lítur ekki út fyrir að vera eins erfiður eftir tap liðsins gegn Everton. Chelsea getur ekki beðið eftir því að tímabilinu ljúki.

Í síðustu tveimur leikjum sínum á Leeds leiki gegn Brighton og Brentford, liðum sem sigla lygnan sjó um miðja deild og munu ólíklega sýna sömu baráttu og Marsch og hans lið.

Leikstíll Everton óskýr og spilamennskan slök
Everton heldur áfram að spila á mjög óskýran hátt undir Frank Lampard. Eina sem er ljóst er að hann stillir upp mjög varnarsinnað gegn stærstu liðunum.

Liðið er að spila verr en Burnley og Leeds en eru að halda sér á lífi með 1-0 sigrum gegn Manchester United og Chelsea. Leikur gegn Arsenal í lokaumferðinn á Emirates er annað tækifæri til að sýna hetjudáð þó það verðu að teljast ólíklegt þar sem Arsenal er að berjast um Meistaradeildarsæti.

Everton mun neyðast til að vera hærra á vellinum og meira með boltann gegn Brentford og Crystal Palace. Þá gæti opnast fyrir Ivan Toney og Wolfried Zaha; Everton hefur aldrei spilað vel í svona leikjum undir stjórn Lampard.

Ferðalag til Leicester er möguleiki til að fá stig og þá mun Watford, sem þá verður fallið, taka á móti Everton. Lampard hrósaði stuðningsmönnum eftir sigurinn gegn Chelsea

Það virðist vanta upp á í taktíkinni hjá Lampard og tækifærin til að bjarga sætinu eru að renna út.

Lokaleikir Burnley:
7. maí: Burnley - Aston Villa
15. maí: Tottenham - Burnley
19. maí: Aston Villa - Burnley
22. maí: Burnley - Newcastle

Lokaleikir Leeds:
8. maí: Arsenal - Leeds
11. maí: Leeds - Arsenal
15. maí: Leeds - Brighton
22. maí: Brentford - Leeds

Lokaleikir Everton:
8. maí: Leicester - Everton
11. maí: Watford - Everton
15. maí: Everton - Brentford
19. maí: Everton - Crystal Palace
22. maí: Arsenal - Everton
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner